<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Prófessor 

Mikið gleður það mitt litla hjarta að sjá fréttirnar um fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Írak. Fólk lagði líf sitt í hættu til að kjósa, eithvað sem er svo sjálfsagt fyrir okkur...vá

Ég mætti í skólann í morgun, og kennarinn í þessu fagi er sko eitthvað ofvirkur. Það fyrsta sem hann segir: "ég er búinn að hlakka svo mikið til að byrja þennan kúrsus með ykkur. en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þetta verður FULL TIME JOB næstu 8 vikurnar. eða jafnvel mera....geriði ráð fyrir svona 72 tíma vinnuvikum." Ég meinaða sko, 4.janúar fengum við e-mail frá honum þar sem stóð: "ég veit að þið eruð ennþá í prófum, en það er samt kominn tími til að undirbúa sig. prentiði út og lesið það sem ég hef lagt út fyrir ykkur á campusnet og verið nú velundirbúin og tilbúin þann 31.jan kl.9:00 stundvíslega." Ég segi nú bara, hey mister, þú hræðir mig ekki neitt. Þetta getur engan veginn orðið jafn slæmt og það helvíti sem ég hef gengið í gegnum síðastliðnar 6 vikurnar. Og watsop viþ ðí í-meils, ég er búin að fá 5 e-mail frá gæjanum og fyrsti kúrsusdagur var í dag. Ég held hann verði nú bara aðeins að slaka á... ég ætla allavega að slaka á.
Var hálfsofandi í allan dag, og fór síðan fyrr úr skólanum því ég átti að mæta til tannlæknis.... eða það hélt ég að minnsta kosti. Komst síðan að því að ég hafði mætt einni viku of snemma. Týpískt ég. Og ekki í fyrsta skipti. Stundum man ég bara að ég átti að mæta til læknis en man ekki hvaða læknis, hvort það er tannlæknir, húðlæknir, heimilislæknir eða augnlæknir... og svo mæti ég til rangs læknis. Það býr greinilega lítill prófessor í mér.

-

laugardagur, janúar 29, 2005

prumpandi belja 

Ég hef ekki verið heima síðustu 2 daga. Það hefur bara verið stanslaust fyllerí síðan ég kláraði prófin á fimmtudaginn. FRÁBÆRT.

Ég fékk sem betur fer ekki haltan hest á fimmtudaginn (JESSSSSS) en fékk hins vegar belju með þvílíkan niðurgang og hún prumpaði stanslaust. Og ég fékk bara 50 mínútur til að skoða hana og koma með sjúkdómsgreiningu.... allt of stuttur tími svo ég náði ekki að komast að neinni niðurstöðu en var hins vegar öll smurð inn í kúamykju nammi namm og skrifaði bara niður alla líklegustu sjúkdómana og útskýrði hvað ég hefði gert ef ég hefði haft meiri tíma. Fékk 7 svo það var svo sem ágætt.

En nú er þetta loksins búið og ég er svo hamingjusöm. Nú er ég barasta næstum því dýralæknir.... bara lokaverkefni og svona “smotterí” eftir.

...úff hvað ég er þunn....

-

miðvikudagur, janúar 26, 2005

#%?!*_#"%&$*(&#"*** 

Ok, nú er ég búin að horfa á sjónvarpið í 2 klukkutíma, og stara út í loftið í hálftíma.... og morgundagurinn lætur bara ekkert kræla á sér. Tíminn sniglast svo hægt áfram að það mætti halda að hann færi aftur á bak. Þetta er verra en þegar ég var að bíða eftir jólunum í gamla daga.
Ég get ekkert einbeitt mér við lærdóminn, mér finnst líka eiginlega enginn ástæða til að læra neitt. Hvað sem ég les núna, er örugglega ekki það sem ég á eftir að vera prófuð í á morgun. Ég er alveg viss um það. Ég meina hesturinn með hornhimnusárið...common, ég hef sko aldrei lesið neitt um hornhimnusár hjá hestum. Sá svoleiðis hest einu sinni eða tvisvar á spítalanum í fyrra en ég kunni ekki aftur og bak og áfram allar bakteríur, vírusa og svampa sem geta verið ástæðan. Allir sjúkdómarnir sem ég terpaði rétt fyrir próf...þeir höfðu auðvitað bara sest í öll hin dýrin sem hinir nemendurnir fengu. Og samt reddaði ég mér.
Þannig að ég hlýt nú að redda mér á morgun....já náttúrulega nema ég fái haltan hest.... en ég ætla ekki að segja: "ég vona að ég fái ekki haltan hest".. hef lært það af biturri reynslu.

Jæja bráðum get ég hætt þessu þunglyndis bloggi og kannski sagt eitthvað skemmtilegt. Ég held að ég sé því miður extra depressed núna í kvöld því allar vinkonur mínar voru að taka síðasta prófið í dag.... svo ég er ein eftir í sorginni. BÚHÚHÚ

freyja sem vorkennir sjálfri sér alveg obboslega mikið, en veit samt innst inni að allt verður betra á morgun hvernig sem fer í prófinu. Þetta er jú bara próf og einkunn er ekkert nema tala á blaði. Iss piss

-

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Five down - One to go 

Ekki hest, allt annað en hest. Ég vil fá svín, kú eða kálf, jafnvel kind.... bara góði guð plííííís að ég fái ekki hest sem sjúkling í prófinu.

Og hvað gerist? Ég dró seðil þar sem á stóð: "Hesturinn hefur haft hita í langan tíma" FRÁBÆRT hugsaði ég með mér. Ég er lítið sem ekkert búin að lesa um hestasjúkdóma, ég veit ekkert um hestategundir, er obboslega léleg í að segja til um aldur þeirra, og svo líður mér ekkert vel innan um þessa risastóru hesta sem fyrirfinnast hérna í Danmörku.

En svo sá ég hestinn....Hjúkket...þetta er íslenskur hestur. Lítil og meðfærileg meri. Var reyndar með smá stæla þegar ég var að skoða hana, en þá hvíslaði ég bara í eyrað á henni: "Jæja vinkona, nú skaltu haga þér almennilega, við erum báðar íslenskar og íslendingar standa saman!!" Og eftir það var hún ekki til vandræða. Svo skoðaði ég hana hátt og lágt og fann ekkert nema hornhimnusár í auganu....hmmmmm getur það virkilega verið að það sé ekkert annað að? En það kom á daginn að þetta var rétta sjúkdómsgreiningin og mér gekk ágætlega í prófinu og fékk enn eina 8una.

Nú eru 5 próf búin. Svo þarf ég bara að lesa á morgun og svo síðasta prófið á fimmtudaginn.

-

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Gleði gleði gleði 

Ég er ekkert smá ánægð akkúrat núna. Var að fá einkunnir í Retsmedicin prófinu sem ég fór í fyrir jól. Fékk 8 í helmingnum af prófinu sem var án bóka, og hvorki meira né minna en 11 í hinum helmingnum þar sem mátti vera með bækur. Og ekki nóg með það, ég var hæst og var sú eina sem fékk 11!!
Í fyrsta lagi hef ég ekki fengið 11 síðan á fyrstu önninni minni í þessu námi. Og í öðru lagi hef ég ekki verið hæst í neinu prófi síðan....já síðan...8.bekk held ég.

Ég er frekar sátt

-

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hún á ammmæl' í daaaaaag 

Það var brotist inn til mín í morgun. Ég lá í mestu makindum uppi í rúmi, ennþá hálfsofandi eftir að hafa ýtt á snooze takkann ca þúsund sinnum, þegar ég heyrði í lyklahringli og svo kom einhver inn í íbúðina MÍNA..... gvuuuðminnngóður....hugsaði ég með mér en svo heyrðist "i dag er det Freyjas fødselsdag, hurra hurra hurra...hun sikkert sig en gave får som hun har ønsket sig i år med dejlig chokolade og kager til" og í myrkrinu birtust Hulda og Sara með köku og kerti og morgunmat og gjafir. En hvað ég á frábærar vinkonur. Sara er auðvitað með lykil að íbúðinni, svo það skýrði innbrotið. Þær gáfu mér eyrnalokka, pressukönnu og kaffi...skemmtilegt skemmtilegt.

Eftir þessa yndislegu morgunheimsókn er ég barasta búin að vera ansi effektíf að læra, er búin að læra allt um klauf-vandamál hjá kindum og kúm, og lungnabólgur hjá svínum. Og nú er ég að baka kökur sem á að vera eftirréttur í kvöld, því Rósa og Anders voru svo sæt að bjóða mér í mat í kvöld. Eða eiginlega var það ég sem stakk upp á því, ég nennti ekki að halda neitt heima hjá mér í prófdraslinu, og Rósa er eina vinkona mín hérna sem er ekki að læra fyrir próf. Síðastliðinn föstudag spurði ég svona lúmskt hvort að ég mætti ekki koma í heimsókn til þeirra næsta miðvikudag og við gætum eldað saman. Jú auðvitað sögðu þau....er eitthvað sérstakt tilefni....nneeeaaaaaajjjúuuuuu...ég á bara afmæli....Ha er það, auðvitað kemurðu hingað, þá færðu kvöldverð í afmælisgjöf. Hvað verðurðu annars gömul, spurði Anders. Emmmmm, 26 ára sagði ég eins hratt og lágt og ég gat, og brosti síðan vandræðaleg.

Ég veit nú ekki alveg af hverju ég skammaðist mín fyrir það, en ég gerði mér allt í einu grein fyrir að ég var aldursforsetinn í partýinu, Anders er 24 ára og vinir hans 23 ára. En Rósa verður auðvitað 26 ára á þessu ári eins og ég.
Mér finnst bara allir vinir mínir vera eitthvað svo fullorðnir, farnir að kaupa sér íbúð, gifta sig eða eignast börn. Eða jafnvel allt þetta þrennt. En ég....ég bý bara í pínkulítilli stúdentaleiguíbúð, á ekkert barn, ekki einu sinni hund, og maður verður víst að eiga kærasta áður en maður fer að vonast eftir bónorði.
Ég er 26 ára, og það sem ég tala um við sænsku vinkonur mínar sem líka eru nýorðnar einhleypar, er sæta stráka, föt og fyllerís skandala. Nákvæmlega sama umræðuefni og þegar ég var í gaggó og menntó. Og það sem kannski verra er: strákarnir sem reyna við okkur á fyrrnefndum fylleríum eru 22 og 23 ára.... við erum sem sagt orðnar eldri konur með "boy-toy". Alveg svakalegt.

Annars er ég alveg sátt við það að vera 26 ára, mér finnst það fínn aldur.

En nú að öðru, ég er að passa hund vinkonu minnar þessa dagana. Lítinn Jack Russel terríer. Algjör prakkari. Nei nei hún er mjög sæt en reyndar bara 8 mánaða þannig að hún er eiginlega ennþá hvolpur. Ég skildi hana eftir heima í fyrradag meðan ég skrapp aðeins í vinnuna. Henni hafði greinilega leiðst biðin því hún fór að gæða sér á öðrum fína rauða skónum mínum. Ég tók mynd af skemmdarverkinu sem hægt er að sjá HÉR. Á reyndar ekki neina fancy digital myndavél, en ég á þessa líka ágætu web cameru sem dugar alveg.

-

laugardagur, janúar 15, 2005

Loksins rann stóri dagurinn upp.. 

Ég mætti á spítalann eldsnemma um morguninn eftir 3ja tíma svefn. Fékk í hendurnar hvolp sem ég átti að skoða og finna hvað væri að. Hann var alveg ofsalega sætur, en vildi auðvitað ekkert standa kjur á meðan ég skoðaði hann, og svo sleikti hann mig stanslaust í framan meðan ég var að skrifa. Hann virtist semsagt bara frekar hress og ég fann voða lítið við skoðunina. Svo ég pantaði blóðprufur, þvagprufu, og svo röntgen og sónar, í von um að finna eitthvað sem gæti varpað ljósi á einhvern sjúkdóm. Það eina sem ég sá eitthvað óeðlilegt var smá blóð í þvaginu og kristallar og datt því í hug þvagsteinar, því hann átti erfitt með að pissa og ég vissi að hann var ekki með þvagfæra sýkingu. En svo þegar ég átti að verja þetta fyrir framan dýralæknana þá kom í ljós að hvolpurinn var með polypper í þvagblöðrunni sem er einhvers konar fæðingargalli, sem ég hefði átt að sjá á sónarmyndunum.....en ég sá það því miður ekki. Svo var hann líka með annan fæðingargalla sem heitir distichiasis, en það fattaði ég sem betur fer sjálf þegar þau fóru að spurja mig eitthvað nánar út í augun á honum. Sem sagt gekk ekkert súper dúper, en ég gat samt svarað eiginlega öllu sem ég var spurð um og ég fékk einkunnina 8.

Svo var röðin komin að skurðlækningunum og ég dró aðgerðina tracheostomi. Ég fékk að undirbúa mig í hálftíma og hripaði eitthvað niður á blað. Svo gekk ég inn og fékk munnræpu og talaði og talaði svo dýralæknarnir kæmust ekkert að til að spurja mig. Þangað til ég svo átti að fara að gera aðgerðina á dauðum ketti sem lá fyrir framan mig. Allt í einu var ég bara með 10 þumalputta og varð eitthvað voða klaufaleg, hafði náttúrulega bara lesið um þessa aðgerð í bók og aldrei gert hana.
úff hvar á ég nú að skera og hversu langt......bíddu nú við þessi vöðvi lítur allt öðruvísi út hérna en hann gerði í bókinni....bíddu hva hva....oh.. jú ok hjúkket þarna er barkinn loksins...... ok Freyja alveg róleg bara pínkulítinn skurð milli brjóskhringjanna og svoooo..hálfhriiiiing...VúPS...ónei ónei...ég skar yfir 3 brjóskhringi. "Hvað ertu eiginlega að reyna að gera?" heyrist í dýralækninum. "Ehhhh....sko......ég ætlaði ekki.....ég var bara að reyna að gera svona hálfhring.." sagði ég og benti í áttina að glósunum mínum "ég var sko búin að teikna það." "En sko......þetta er eitthvað svo lítill köttur og þetta er allt miklu minna en ég hafði búist við oooog......þetta var alveg óvart." "jæja sýndu okkur þá að þú getir saumað húðina saman." "Já ekkert mál, ég kann alveg að sauma. Sjáiði til, það allra mikilvægasta þegar maður saumar í húðina er að gera hnútinn ekki of þéttann því sárið á eftir að bólgna.....sem sagt.....SVONA....nei úps ég herti aðeins of mikið á, þetta er ekki alveg......já það er einmitt þetta sem ég er að meina að maður á ekki að gera..he he.."Þetta var nú samt ekki svo slæmt heldur, ég fékk líka einkunnina 8 fyrir skurðlækningar, og svo sögðu þau við mig að ég væri með teóríuna alveg á hreinu og ég yrði örugglega mjög góður dýralæknir. En þar sem þetta væri nú praktískt próf þá fengi ég bara 8 því ég hefði verið óörugg og hikandi þegar ég gerði sjálfa aðgerðina.

Og nú eftir 3ja daga hvíld og 1 semi-fyllerí er ég næstum tilbúin til að setjast aftur á minn flata rass og lesa um hesta, kindur, kýr og svín. Það er samt pínu erfitt að einbeita sér. Ég er ennþá í sæluvímu yfir að vera búin að ná smádýraprófunum og hafa fengið að heyra að ég yrði nú örugglega góður dýralæknir....!

-

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ég er að deyja... 

..úr stressi.
Ég skelf eins og mér sé kalt en samt er ég í svitabaði. Ég var úti að versla rétt áðan og greyið kassadaman hefur örugglega haldið að ég væri með Parkinsons.
Og samt er prófið ekki fyrr en á hinn daginn! (ekki á morgun heldur hinn)
Hvernig á ég að lifa þetta af?
Munnleg próf eru einfaldlega það versta sem ég veit. Ef það er eitthvað sem er verra en það, þá eru það tveir síðustu dagarnir áður en ég fer í munnlegt próf. Kannski ætti ég að fá mér nokkra sjússa áður en ég fer í prófið.... hjálpar allavega upp á feimni og óöryggi.... kannski ekki svo gott fyrir rökhugsunina...

-

Aaarrrrrrgg...... 

Af hverju get ég ekki bara verið orðinn dýralæknir?
Af hverju þarf ég að fara í próf fyrst?
Af hverju þarf ég að læra þetta allt utan að?
Af hverju er ég með svona mikla magapínu og sef illa á nóttunni?
Af hverju finnst mér eins og prófið á fimmtudaginn sé mikilvægasta próf sem ég hef nokkurn tíman farið í?
Af hverju er ég viss um að falla?
Af hverju er ég að skrifa þetta í stað þess að vera að læra?

-

sunnudagur, janúar 09, 2005

Jibbí jei - Jibbí jibbí jei... 

Ég var rétt í þessu að panta flug á tilboðsverði með Iceland Express. Kem sem sagt í smá helgarheimsókn eftir þetta prófahelvíti. 10.-14.febrúar, er það ekki frábært??!

-

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Nightmare Before Christmas 

Ég gleymdi alveg að minnast á það að Jón Kristján bróðir minn fer með þvílíkan leiksigur á fjölum Loftkastalans um þessar mundir. Hann fer alveg á kostum sem Hrellir í leikritinu Martröð á Jólanótt sem MH setur upp. Hvet alla til að skella sér á eina leiksýningu í janúar, held að það séu sýningar m.a. 7. og 16. jan og svo e-ð meira sem ég man ekki.

-

sunnudagur, janúar 02, 2005

Gleðilegt ár 

Jæja, í tilefni nýs árs er ég nú komin með "komment" á síðuna mína. Sumir hafa verið að ýja að því að það væri sniðugara en gestabókin.... sjáum til með það!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter