þriðjudagur, janúar 11, 2005
Ég er að deyja...
..úr stressi.
Ég skelf eins og mér sé kalt en samt er ég í svitabaði. Ég var úti að versla rétt áðan og greyið kassadaman hefur örugglega haldið að ég væri með Parkinsons.
Og samt er prófið ekki fyrr en á hinn daginn! (ekki á morgun heldur hinn)
Hvernig á ég að lifa þetta af?
Munnleg próf eru einfaldlega það versta sem ég veit. Ef það er eitthvað sem er verra en það, þá eru það tveir síðustu dagarnir áður en ég fer í munnlegt próf. Kannski ætti ég að fá mér nokkra sjússa áður en ég fer í prófið.... hjálpar allavega upp á feimni og óöryggi.... kannski ekki svo gott fyrir rökhugsunina...
-
Ég skelf eins og mér sé kalt en samt er ég í svitabaði. Ég var úti að versla rétt áðan og greyið kassadaman hefur örugglega haldið að ég væri með Parkinsons.
Og samt er prófið ekki fyrr en á hinn daginn! (ekki á morgun heldur hinn)
Hvernig á ég að lifa þetta af?
Munnleg próf eru einfaldlega það versta sem ég veit. Ef það er eitthvað sem er verra en það, þá eru það tveir síðustu dagarnir áður en ég fer í munnlegt próf. Kannski ætti ég að fá mér nokkra sjússa áður en ég fer í prófið.... hjálpar allavega upp á feimni og óöryggi.... kannski ekki svo gott fyrir rökhugsunina...
-