<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Five down - One to go 

Ekki hest, allt annað en hest. Ég vil fá svín, kú eða kálf, jafnvel kind.... bara góði guð plííííís að ég fái ekki hest sem sjúkling í prófinu.

Og hvað gerist? Ég dró seðil þar sem á stóð: "Hesturinn hefur haft hita í langan tíma" FRÁBÆRT hugsaði ég með mér. Ég er lítið sem ekkert búin að lesa um hestasjúkdóma, ég veit ekkert um hestategundir, er obboslega léleg í að segja til um aldur þeirra, og svo líður mér ekkert vel innan um þessa risastóru hesta sem fyrirfinnast hérna í Danmörku.

En svo sá ég hestinn....Hjúkket...þetta er íslenskur hestur. Lítil og meðfærileg meri. Var reyndar með smá stæla þegar ég var að skoða hana, en þá hvíslaði ég bara í eyrað á henni: "Jæja vinkona, nú skaltu haga þér almennilega, við erum báðar íslenskar og íslendingar standa saman!!" Og eftir það var hún ekki til vandræða. Svo skoðaði ég hana hátt og lágt og fann ekkert nema hornhimnusár í auganu....hmmmmm getur það virkilega verið að það sé ekkert annað að? En það kom á daginn að þetta var rétta sjúkdómsgreiningin og mér gekk ágætlega í prófinu og fékk enn eina 8una.

Nú eru 5 próf búin. Svo þarf ég bara að lesa á morgun og svo síðasta prófið á fimmtudaginn.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter