<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Prófessor 

Mikið gleður það mitt litla hjarta að sjá fréttirnar um fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Írak. Fólk lagði líf sitt í hættu til að kjósa, eithvað sem er svo sjálfsagt fyrir okkur...vá

Ég mætti í skólann í morgun, og kennarinn í þessu fagi er sko eitthvað ofvirkur. Það fyrsta sem hann segir: "ég er búinn að hlakka svo mikið til að byrja þennan kúrsus með ykkur. en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þetta verður FULL TIME JOB næstu 8 vikurnar. eða jafnvel mera....geriði ráð fyrir svona 72 tíma vinnuvikum." Ég meinaða sko, 4.janúar fengum við e-mail frá honum þar sem stóð: "ég veit að þið eruð ennþá í prófum, en það er samt kominn tími til að undirbúa sig. prentiði út og lesið það sem ég hef lagt út fyrir ykkur á campusnet og verið nú velundirbúin og tilbúin þann 31.jan kl.9:00 stundvíslega." Ég segi nú bara, hey mister, þú hræðir mig ekki neitt. Þetta getur engan veginn orðið jafn slæmt og það helvíti sem ég hef gengið í gegnum síðastliðnar 6 vikurnar. Og watsop viþ ðí í-meils, ég er búin að fá 5 e-mail frá gæjanum og fyrsti kúrsusdagur var í dag. Ég held hann verði nú bara aðeins að slaka á... ég ætla allavega að slaka á.
Var hálfsofandi í allan dag, og fór síðan fyrr úr skólanum því ég átti að mæta til tannlæknis.... eða það hélt ég að minnsta kosti. Komst síðan að því að ég hafði mætt einni viku of snemma. Týpískt ég. Og ekki í fyrsta skipti. Stundum man ég bara að ég átti að mæta til læknis en man ekki hvaða læknis, hvort það er tannlæknir, húðlæknir, heimilislæknir eða augnlæknir... og svo mæti ég til rangs læknis. Það býr greinilega lítill prófessor í mér.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter