<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hún á ammmæl' í daaaaaag 

Það var brotist inn til mín í morgun. Ég lá í mestu makindum uppi í rúmi, ennþá hálfsofandi eftir að hafa ýtt á snooze takkann ca þúsund sinnum, þegar ég heyrði í lyklahringli og svo kom einhver inn í íbúðina MÍNA..... gvuuuðminnngóður....hugsaði ég með mér en svo heyrðist "i dag er det Freyjas fødselsdag, hurra hurra hurra...hun sikkert sig en gave får som hun har ønsket sig i år med dejlig chokolade og kager til" og í myrkrinu birtust Hulda og Sara með köku og kerti og morgunmat og gjafir. En hvað ég á frábærar vinkonur. Sara er auðvitað með lykil að íbúðinni, svo það skýrði innbrotið. Þær gáfu mér eyrnalokka, pressukönnu og kaffi...skemmtilegt skemmtilegt.

Eftir þessa yndislegu morgunheimsókn er ég barasta búin að vera ansi effektíf að læra, er búin að læra allt um klauf-vandamál hjá kindum og kúm, og lungnabólgur hjá svínum. Og nú er ég að baka kökur sem á að vera eftirréttur í kvöld, því Rósa og Anders voru svo sæt að bjóða mér í mat í kvöld. Eða eiginlega var það ég sem stakk upp á því, ég nennti ekki að halda neitt heima hjá mér í prófdraslinu, og Rósa er eina vinkona mín hérna sem er ekki að læra fyrir próf. Síðastliðinn föstudag spurði ég svona lúmskt hvort að ég mætti ekki koma í heimsókn til þeirra næsta miðvikudag og við gætum eldað saman. Jú auðvitað sögðu þau....er eitthvað sérstakt tilefni....nneeeaaaaaajjjúuuuuu...ég á bara afmæli....Ha er það, auðvitað kemurðu hingað, þá færðu kvöldverð í afmælisgjöf. Hvað verðurðu annars gömul, spurði Anders. Emmmmm, 26 ára sagði ég eins hratt og lágt og ég gat, og brosti síðan vandræðaleg.

Ég veit nú ekki alveg af hverju ég skammaðist mín fyrir það, en ég gerði mér allt í einu grein fyrir að ég var aldursforsetinn í partýinu, Anders er 24 ára og vinir hans 23 ára. En Rósa verður auðvitað 26 ára á þessu ári eins og ég.
Mér finnst bara allir vinir mínir vera eitthvað svo fullorðnir, farnir að kaupa sér íbúð, gifta sig eða eignast börn. Eða jafnvel allt þetta þrennt. En ég....ég bý bara í pínkulítilli stúdentaleiguíbúð, á ekkert barn, ekki einu sinni hund, og maður verður víst að eiga kærasta áður en maður fer að vonast eftir bónorði.
Ég er 26 ára, og það sem ég tala um við sænsku vinkonur mínar sem líka eru nýorðnar einhleypar, er sæta stráka, föt og fyllerís skandala. Nákvæmlega sama umræðuefni og þegar ég var í gaggó og menntó. Og það sem kannski verra er: strákarnir sem reyna við okkur á fyrrnefndum fylleríum eru 22 og 23 ára.... við erum sem sagt orðnar eldri konur með "boy-toy". Alveg svakalegt.

Annars er ég alveg sátt við það að vera 26 ára, mér finnst það fínn aldur.

En nú að öðru, ég er að passa hund vinkonu minnar þessa dagana. Lítinn Jack Russel terríer. Algjör prakkari. Nei nei hún er mjög sæt en reyndar bara 8 mánaða þannig að hún er eiginlega ennþá hvolpur. Ég skildi hana eftir heima í fyrradag meðan ég skrapp aðeins í vinnuna. Henni hafði greinilega leiðst biðin því hún fór að gæða sér á öðrum fína rauða skónum mínum. Ég tók mynd af skemmdarverkinu sem hægt er að sjá HÉR. Á reyndar ekki neina fancy digital myndavél, en ég á þessa líka ágætu web cameru sem dugar alveg.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter