laugardagur, janúar 29, 2005
prumpandi belja
Ég hef ekki verið heima síðustu 2 daga. Það hefur bara verið stanslaust fyllerí síðan ég kláraði prófin á fimmtudaginn. FRÁBÆRT.
Ég fékk sem betur fer ekki haltan hest á fimmtudaginn (JESSSSSS) en fékk hins vegar belju með þvílíkan niðurgang og hún prumpaði stanslaust. Og ég fékk bara 50 mínútur til að skoða hana og koma með sjúkdómsgreiningu.... allt of stuttur tími svo ég náði ekki að komast að neinni niðurstöðu en var hins vegar öll smurð inn í kúamykju nammi namm og skrifaði bara niður alla líklegustu sjúkdómana og útskýrði hvað ég hefði gert ef ég hefði haft meiri tíma. Fékk 7 svo það var svo sem ágætt.
En nú er þetta loksins búið og ég er svo hamingjusöm. Nú er ég barasta næstum því dýralæknir.... bara lokaverkefni og svona “smotterí” eftir.
...úff hvað ég er þunn....
-
Ég fékk sem betur fer ekki haltan hest á fimmtudaginn (JESSSSSS) en fékk hins vegar belju með þvílíkan niðurgang og hún prumpaði stanslaust. Og ég fékk bara 50 mínútur til að skoða hana og koma með sjúkdómsgreiningu.... allt of stuttur tími svo ég náði ekki að komast að neinni niðurstöðu en var hins vegar öll smurð inn í kúamykju nammi namm og skrifaði bara niður alla líklegustu sjúkdómana og útskýrði hvað ég hefði gert ef ég hefði haft meiri tíma. Fékk 7 svo það var svo sem ágætt.
En nú er þetta loksins búið og ég er svo hamingjusöm. Nú er ég barasta næstum því dýralæknir.... bara lokaverkefni og svona “smotterí” eftir.
...úff hvað ég er þunn....
-