<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 30, 2006

DAGO... 


...er hundurinn á hostelinu. Rottveiler er nú ekki mín uppáhaldshundategund, og okkur Dago leist nú ekkert ofurvel á hvort annað til að byrja með. En nú hef ég komist að því að hann er ágætisgrey og hann er líka búinn að taka mig í sátt, dillar meira að segja rófustubbnum þegar ég kalla á hann.

Fyrir svolitlu síðan voru fjarlægðar ansi margar tennur öðru megin í munninum hans. Þess vegna hangir tungan alltaf út þeim megin....sem mér finnst fínt því það gerir hann meira krúttlegan heldur en vígalegan.
Í síðustu viku var Juan Carlos alveg miður sín og kallaði á mig. Hann vildi að ég skoðaði Dago, því hann var hóstandi í sífellu. Mér fannst hann líta hress út, hann borðaði og drakk eðlilega, svo ég sagði að þetta væri nú örugglega ekkert alvarlegt. Svo ætlaði ég að skoða hann eitthvað nánar, en þá urraði hann svo svakalega að mig langaði ekkert að hætta lífi mínu og limum fyrir einhvern hund með smá kvef.

Daginn eftir var Dago ennþá hóstandi, og Juan Carlos var farinn í fýlu út í mig fyrir að vilja ekki lækna hundinn sinn. "Og þú þykist vera dýralæknir..hnuss..."
"Jæja þá" sagði ég og fékk Kim til að halda Dago. Dago var ekki með hita en annar hálskirtillinn var stækkaður....og Juan Carlos hætti ekki að suða í mér fyrr en ég sagði honum hvaða sýklalyf hann ætti að kaupa og hversu mikið. (Það er hægt að kaupa nánast allt án lyfseðils hérna.) En ég tók það skýrt fram að ef Dago yrði ekki góður eftir viku, þá yrði að fara með hann á spítalann, til að rannsaka hann betur. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið maður getur gert með hitamæli, hlustunarpípu og höndunum einum saman.

-

miðvikudagur, mars 29, 2006

Mér finnst rigningin gód....en fyrr má nú vera! 


Það er skýfall á hverjum einasta degi hérna. Ó mæ god ég kemst aldrei héðan út....
Úff ætla að reyna að synda heim á hostel...

-

mánudagur, mars 27, 2006

“Me gusta la lluvia - me gustas tu!" 

Vorið er komið til Mexíkó, vordagurinn fyrsti var síðastliðinn þriðjudag. En síðan vorið kom, hefur verið skýjað og meira að segja rigning af og til. Við fórum á Manu Chao tónleika í rigningunni í gær. Við vorum 14 manns í "camionetta" og leiðin lá á Zócalo, aðaltorgið niðri í miðbæ. Þar voru samankomin milli 100 og 200 þúsund ungmenni, og slatti af lögreglumönnum. Það má ekki drekka áfengi á almannafæri, og lögreglan tekur yfirleitt strangt á því, þannig að aðalsportið er að kaupa sér kaffi með loki á 7-11 og fylla síðan kaffibollana með áfengi. Í gær virtist lögreglan ekki hafa mestar áhyggjur af áfenginu, heldur flöskunum, þannig að við komumst í gegn um lögregluleitina með fullt af plastpokum fylltum af bjór. Mjög spes....svolítið erfitt að drekka úr plastpoka.
Tónleikarnir voru skemmtilegir, ég kannaðist samt ekki við öll lögin því ég á bara gamla diskinn. En það var svaka stuð á torginu og allir öskruðu "me gustas tu" í kór.

Á laugardaginn fór ég á mjög skemmtilegt sveitaball í miðri borginni. Í norður Mexíkó er dansað svo kallað "Banda" sem er frekar einfaldur dans, minnir pínulítið á Merenge, en tónlistin er allt öðruvísi. Ég fór með Thomas frá Austurríki, Katarina frá Þýskalandi og Fernando frá Mexíkó.
Asni við innganginn, hey á gólfinu, kúrekastígvél og kúrekahattar...allt þetta gerði stemninguna alveg frábæra. Ég var fljót að ná sporunum og við dönsuðum langt fram eftir nóttu.

Það er til svo mikið af dönsum hérna, miklu fleiri en ég hélt. Það er ekki bara salsa, merenge og chachahca, heldur líka banda og cumbia og fullt af fleirum sem ég man ekki hvað heita. Og ekki nóg með það, heldur dansar fólk ekki alltaf eins salsa. Og enginn dansar salsa eins og ég lærði í Ecuador og Guatemala. Sem þýðir að ég er stundum alveg eins og fífl á dansólfinu að dansa allt önnur spor heldur en dansfélaginn, sem kemur frekar illa út. Eins og Juan Carlos orðar það: "No puedo bailar contigo"
Við fórum á Mama Rumba fyrir viku síðan, heitasta salsastað borgarinnar. Ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir misheppnuð dansspor af og til. Daginn eftir var fiesta í miðbænum, útitónleikar hér og þar, og við löbbuðum á milli. Á aðalsviðinu var einhver voða fræg salsahljómsveit, og allir byrjuðu að dansa salsa. Ég var með Kim og fullt af vinum hans úr háskólanum, og þau byrjuðu öll að sveifla mjöðmunum og dansa eins og þau ættu lífið að leysa. Eftir tvær eða þrjár misheppnaðar tilraunir til að dansa, ákvað ég að ég yrði að fara í salsakennslu!

Og nú er ég byrjuð í einkatímum hjá Ivan, sem er frá Kúbu. Fyrsti tíminn var mjög fyndinn. Hann lét mig gera alls konar æfingar, sem minnti mig meira á leikfimi æfingar heldur en dans. Ég var alveg að því komin að segja við hann að þetta væri nú ekki salsa eins og mig langaði að dansa. En allt í einu small þetta saman og leikfimiæfingarnar urðu að dansi.....svolítið eins og "Karate-kid" haha.
Næsti tími er á morgun, og ég bíð spennt.

-

fimmtudagur, mars 23, 2006

SPÍTALINN 


Nú hef ég verið rúmar 2 vikur á spítalanum. Öllum finnst voða skrítið að ég sé mætt, og ég er spurð í sífellu af hverju ég vildi koma til Mexíco að fá starfsreynslu. Ég er alveg hræðileg í spænsku, en flestir eru mjög indælir og þolinmóðir við mig. Stundum er ég spurð að einhverju og ég svara örugglega einhverju allt öðru en ég var spurð um....af svip viðkomandi að dæma. Það talar eiginlega enginn ensku svo ég verð bara að reyna að bjarga mér á spænskunni. Um daginn ætlaði ég að segja, að ég vildi setja dropa í sprautuna, en sagði óvart að ég ætlaði að setja kött í sprautuna, sem sagt "gato" í stað "gota". Það horfðu allir mjög undarlega á mig. Svipað og þegar ég sagði á pósthúsinu að ég vildi kenna bréfið, í stað þess að senda bréfið, "enseñar" í stað "enviar".

Fyrstu vikuna kom ég heim á hverjum degi með dúndrandi hausverk eftir alla spænskuna og allt erfiðið. En nú líður mér betur, og spænskan gengur pínulítið betur.
Alla síðustu viku var ég á færanlega spítalanum, sem er bíll sem er búið að breyta í pínkulítinn spítala, þar sem hægt er að gera aðgerðir og fleira. Við keyrðum í úthverfin í Mexíkó city, þar sem fátæka fólkið býr. Og svo settum við upp stand og skilti þar sem stóð að við buðum upp á ókeypis dýralæknaþjónustu, bólusetningar og geldingar. Svo kom fólk með hundana og kettina sína, og það var nóg að gera. Ég fékk meira að segja að gera nokkrar aðgerðir alveg sjálf.

Í þessari viku er ég á kennslu-skurðdeildinni. Hmmm...og hvað er nú það?? Já ég er nú ekki stolt af því að segja frá því. Ég hélt því fram að ég væri á leiðinni til Mexíkó að bjarga götuhundunum. Anders kærastinn hennar Rósu hélt að ég væri að fara til að drepa götuhundana, svo þeim fækkaði í Mexíkó borg. Ég fullvissaði hann um að svo væri ekki...en annað hefur komið á daginn. Á kennsluskurðdeildinni eru nefnilega notaðir götuhundar fyrir dýralæknanema, og nýútskrifaða dýralækna til að æfa sig í hinum ýmsu skurðaðgerðum. Þeir eru svæfðir eins og um venjulega aðgerð væri að ræða, en að lokinni aðgerð eru þeir ekki vaktir, heldur gefið "overdose" af svæfingarlyfi.
Þetta er náttúrulega pínu sorglegt, en á hinn bóginn þá yfirgefa þeir sultarlífið á götunni í þágu góðs...eða ég reyni allavega að hugsa þannig til að réttlæta þetta.
Ég fékk á mánudaginn að gera aðgerð sem ég hefði áreiðanlega aldrei fengið að gera á Íslandi eða í Danmörku. Það var sem sagt, beinaðgerð með styrktarteinum á fótbroti. Aðgerðin heppnaðist vel, af röntgenmyndunum að dæma...sjúklingurinn lifði þó ekki af.


-

miðvikudagur, mars 15, 2006

Los Puercos 


Það er veitingastaður/kaffihús á hostelinu, og þangað kemur margt ungt fólk á daginn og kvöldin. Í gærkvöldi kynntist ég tveimur mexíkönskum stelpum sem voru þar, Sofia og Adriana. Þær vildu endilega fara á annað kaffihús, og buðu mér og ísraelskum strák (sem ég man aldrei hvað heitir) með sér. Fyrst ætluðum við á einhvern stað í nágrenninu, sem stelpurnar vissu bara adressuna á. Sofia var á bíl, og Adriana á heima í hverfinu þannig að maður myndi halda að hún vissi svona nokkurn veginn hvar þetta væri....en nei. Enginn mexíkani ratar í borginni. Við keyrðum um hverfið (sem er stórt) í klukkutíma, stoppuðum öðru hverju og spurðum fólk til vegar. Spurðum meira að segja lögguna

"Vamos a preguntar los puercos" - Spyrjum svínin.

Hérna kallar fólk lögguna svín. Og það er góð ástæða fyrir því. Ef löggan stoppar þig, þá er öruggast að reyna að múta henni, því annars veistu ekki hvað lögreglumennirnir eiga eftir að gera við þig. Þeir geta hent þér í fangelsi, eða nauðgað þér eða lamið þig eða jafnvel drepið þig. Einu sinni komu nokkrir lögreglumenn að vini Sofiu þar sem hann var að reykja hass með kærustunni þinni. Þeir sögðu við hann að hann mætti velja, annað hvort færi hann í fangelsi, eða þeir myndu nauðga kærustunni hans. Hann varð auðvitað reiður, auðvitað mættu þeir ekki nauðga kærustunni hans. En hann vildi heldur ekki í fangelsi svo hann bauð þeim nóg af peningum og þá voru þeir sáttir.
Ef löggan stoppar þig keyrandi undir áhrifum, þá geturðu valið, annað hvort að borga og fá að halda áfram að keyra, eða blása í blöðru og missa ökuleyfið. ÚFF. Umferðin hérna er nógu slæm....og ef fólk er að keyra drukkið í ofaníkaup.....jahérna hér.

Jæja, við fundum semsagt ekki staðinn, því enginn gat sagt okkur til vegar. Svo við fórum í Coyacan, sem er næsta hverfi, rosalega kósí með fullt af kaffihúsum. Við skemmtum okkur fram eftir kvöldi. Ég drakk svolítið, Sofia drakk 5 bjóra!!! Ég var skíthrædd á leiðinni heim, en Sofia sagði bara: "Ég keyri svo vel...jafnvel bara betur þegar ég er full!" ÚFF, sem betur fer var þetta ekki langt.

Í morgun spurði ég Dr.Carlos Martines hvort að margir hérna keyrðu fullir. Svo sagði ég honum frá ævintýri mínu frá því í gærkvöldi og hann svaraði:
"Drakk hún bara 5 bjóra? Það er nú ekki neitt"
"Ekki neitt! Þetta er lítil og grönn stelpa, hún var orðin full"
"Það er alveg löglegt að keyra hérna eftir 4 bjóra, eða tvo sterka drykki" sagði Carlos.
"Það má ekki drekka neitt áður en maður keyrir á Íslandi!"
"Ekki neitt??? Ekki einu sinni einn bjór?? Og undrunin skein úr augum Carlos.

Það eru greinilega aðeins öðruvísi viðhorf til drykkju og aksturs hér, miðað við Ísland.
Ussussuss

-

þriðjudagur, mars 14, 2006

La ciudad de Mexico 



Við flugum frá Chetumal til Mexico city. Útsýnið yfir borgina rétt áður en við lentum var frábært. Borgin er jú alveg HUGE og mengunin....vá maður. Það var alveg þétt mengunarský yfir allri borginni. Og ég er strax farin að finna fyrir menguninni. Aðeins 3 dogum eftir ad ég kom byrjaði ég að springa út í bólum. Húðin mín er greinilega ekki sátt við þetta skítuga loft. Á morgnana þegar ég vakna, og ef glugginn er opinn, þá finn ég stundum fyrir reykjarmekkinum.

Ég fór í göngutúr um háskólasvæðið UNAM á laugardaginn. Mér tókst að villast og ráfaði þarna um í 3 tíma áður en ég fór að kannast við mig. Mér fannst DTU í Danmörku stórt fyrst þegar ég sá það, en það er bara "peanuts" miðað við UNAM. Það er ekki að ástæðulausu að svæðið er kallað Háskólaborgin, sem sagt borg innan í borg.
Og Mexico city er eins og margar borgir í einni. Mörg hverfi eru með sitt eigið torg osfrv. Ég gæti farið á hverjum degi á nýjan stað í borginni, og samt ekki verið búin að skoða alla borgina eftir mánuð

Ég hef ferðast nokkuð mikið með Metróinu, það er rosa gaman, fólksmergðin er svakaleg. Metróið er eins og köngulóarvefur. Það nær út um alla borg, en það er langt á milli metróstöðva, svo maður þarf oft líka að taka strætó. Strætóarnir eru ekkert að eyða tíma í vitleysu, stoppa bara ef þörf krefur og þá bara stutt, svo maður verður að drífa sig inn eða út. Ég fattaði ekki að ég þyrfti að rétta út höndina til að stoppa strætóinn, svo ég missti af þremur áður en ég sá einhvern annan stoppa strætóinn. Og einu sinni var ég eitthvað lengi að koma mér út þannig að ég þurfti að hoppa út á ferð.

Ég bý á hosteli rétt hjá UNAM, og það er mjög fínt. Fyrstu dagana eftir að Ásberg fór lá ég mest bara í rúminu mínu og grét...en nú er allt mikið betra. Fólkið á hostelinu er mjög skemmtilegt og heldur mér félagsskap. Á laugardaginn horfðum við á vídeó saman, og á sunnudaginn fórum við út að borða, og dönsuðum svo salsa á hostelinu langt fram á kvöld. Svaka stuð.

-

mánudagur, mars 06, 2006

Töff að vera rangeygður 

Síðasta daginn okkar í Placencia fengum vid lánaða tvo kajaka, og dóluðum okkur í karabíska hafinu í næstum því þrjá tíma. Það var rosalega gaman, líkamsrækt fyrir handleggina og svo inn á milli lagist ég í sólbað á kajakinum mínum og slappaði af.
Ég fór meira að segja úr bikiní toppnum, fyrst að það var enginn nálægt, og nú ætlaði ég sko að ná mér í lit..... Ehhemhemm.... það tókst heldur betur.... RAUÐAN LIT!! Það mætti halda að ég læri ekki af reynslunni. Ég brann allsvakalega framan á fótleggjunum, og maganum og á brjóstunum. Nú var ég öll brennd og aum að framan og öll út í klæjandi moskítóbitum að aftan.
Og nú hlær Ásberg að mér og er með Kristján Jóhannsson takta:
"Þú ert bara orðin rauð á brjóstunum, hahaha!"

Það er svo fyndið hvað kúltúrinn hérna og fólkið er allt öðruvísi en í nágrannalöndunum. Hér dillar fólk sér ekki við salsa heldur reggei-tónlist. Og í stað indíána flétta eru dreddar og pínkulitlar negra fléttur. Og fæstir tala spænsku. Opinbera tungumálið er enska (Ásberg til mikils léttis) og svo er talað Kriola sem er blanda af ensku, spænsku og einhverju Afrísku tungumáli. Það er svo skemmtilegt að hlusta á þá tala, því stundum finnst manni maður næstum því vera að skilja...en samt ekki... Hérna er smá sýnishorn:

Gud maanin (Good morning)
Da how yu di du (How are you)
Ah sari ( I am sorry)
Ah noa ( I know)
Ah noh tink soh (I don't think so)
Da weh dat (What's that)
Seh ahn agen noh, pleez (Would you say it again please)
Ah noh andastan yu (I don't understand you)

Á leiðinni til Belize city fórum við í dýragarðinn, sem er í frumskóginum. Þar sáum við allskonar dýr, mörg þeirra þekkti ég frá Amazoonico og Ásberg var að verða gráhærður yfir að heyra mig alltaf segja "í Amazoonico vorum við með svona dýr..." og "...nú man ég eftir einu fyndnu sem gerðist í Amazoonico..." og "einu sinni þegar ég var í Amazoonico þá....."
Við hittum líka Osama Bin Hammut í dýragarðinum. Skemmtileg tilviljun.

Í Belize city fórum við í Casino!! Ásberg ætlaði að vinna fyrir ferðinni okkar....
En það tókst ekki betur til en svo að við töpuðum 40 USD á 5 mínútum. Þvílík óheppni.
Við erum búin að ákveða að við hljótum bara að vera svona heppin í ástum.

Nú erum við komin til Chetumal í Mexíco. Aftur í gömlu góðu indíánamenninguna. Fórum á Maya-safn í dag, rosalega flott og áhugavert. Þar komst ég meðal annars að því að í gamla daga þótti það rosalega flott meðal Maya indíána að vera með aflangt höfuð. Þess vegna aflöguðu þeir höfuðkúpur ungbarna með spýtum sem þeir bundu um höfuð barnanna. Og eins og það væri ekki nóg. Það þótti líka rosalega töff að vera RANGEYGÐUR haha. Þannig að oft var lítill bolti eða einhver hlutur festur á spotta og við höfuð barnsins þannig að hann hengi akkúrat milli augnanna. Þannig varð greyið barnið rangeygt.

Flúgum til Mexíco city á morgun.
Púff búið að vera viðburðarrík ferð...
Ahhhhh mig klæjar ennþá í moskítóbitin.

-

föstudagur, mars 03, 2006

Mosquito River og fleira skemmtilegt 


Thegar vid stigum a land i Belize urdum vid fyrst ad fara i gegn um immigration. Eg for sidast i gegn, og heyrdi landamaeravordinn skellihlaeja thegar eg kom inni i kofann. Thar stod lika Asberg flissandi og einn af strakunum sem voru med okkur i batnum labbadi i burtu ekki eins hlaejandi. Thetta var ungur dokkhaerdur strakur, og norskur af vegabrefinu ad daema.
Eg spurdi hvad vaeri eiginlega svona fyndid. Og landamaeravordurinn svaradi:

"This guys name is Osama Bin...hahahaha.......Osama Bin Hammut!! I had to look at his picture twice and than at him...hahahaha.... I couldn't believe it...hahaha.... I told him he should consider changing his name...hahahahahahahahhahahaha!!"

Greyid strakurinn, orugglega vanur thvi ad nafnid hans veki vidbrogd. Honum fannst thetta allavega ekki eins fyndid og okkur.

Nu erum vid semsagt komin i litla landid Belize, med um thad bil 350-400.000 ibua.
Vid erum stodd a strondinni i Placencia, sem er algjor bounty strond, og vid buum i yndislegu litlu husi med okkar eigin verond og allt. Erum ad spa i ad setja upp hengirumid sem vid keyptum okkur i Guatemala. Tha getum vid virkilega chillad!

Annars a ordid CHILLA mjog vel vid thennan stad. Allir eru vodalega easy going og ekkert at flyta ser. Thad tekur yfirleitt um klukkutima ad fa matinn a veitingastodunum, madur verdur bara ad panta longu adur en madur verdur svangur og svo vera tholinmodur.

Folkid herna er mjog opid og vinalegt, allir heilsa og spurja hvernig madur hafi thad. Sumir svertingjarnir koma meira ad segja og vilja ad spjalla alveg upp ur thurru.
"Hey maaaaaaan, whats up? "
I fyrstu vorum vid mjog vor um okkur og bidum eftir thvi ad adilinn byrjadi ad reyna ad selja okkur eitthvad.... en nei nei... hann vildi bara spjalla.
Mjog spes, en samt mjog huggulegt, en madur sem lokadur islendingur veit ekki alveg hvernig madur a ad haga ser. Ekki sist thegar konurnar fara ad segja upp ur thurru ad eg se falleg... tha rodna eg bara og verd eins og halviti...hehehe verd ad fara ad laera ad taka hrosi.

Vid forum a snorkla i gaer i kringum "laughing bird" eyju. Thad var algjort aedi, eg sa fullt af flottum fiskum sem eg hef ekki hugmynd um hvad heita. En their voru allavega alls konar a litinn og af ollum staerdum og gerdum.

I dag forum vid i batsferd og gonguferd um "Monkey River" sem vid vildum umnefna til "Mosquito River" af astaedu sem thid getid rett imyndad ykkur. Fyrstu klukkutimana saum vid ekki einn einasta apa, en hins vegar um milljon moskito flugur, sem fanns eg serstaklega vera gomsaet. Ok eg var med um 10 bit adur en eg for i ferdina sem voru nogu mikid ad pirra mig. En Asberg var ad telja nyju bitin adan, og thau voru 50!! Thad er varla neitt eftir af mer, eg var svoleidis etin i taetlur. Og svo er eg med sma ofnaemi, svo eg bolgna oll upp.
En eg lifi thetta af.

Vid fengum ad sja nokkra apa undir rest.... fjora Howler monkeys, einn storan og tvo litla, og eg sa ekki almennilega thann fjorda. Rosa djuproddud oskur i theim, olikt theim opum sem eg kynntist i Ecuador. Mjog fyndid.

-

fimmtudagur, mars 02, 2006

Fra Guatemala til Belize 

Loksins forum vid fra Antigua, og endudum a stad thar sem eg kannadist vel vid mig.... tho eg hefdi aldrei verid thar adur...

Rio Dulce heitir stadurinn, og vid gistum a jungle hoteli vid arbakkann, thar sem adeins var haegt ad komast til og fra med bat.

Mmmmm.. frumskogarhljodin og rakalyktin.... og kakkalakki a bordinu og annar sem dettur a nefid a mer "I FEEL LIKE HOME", thad er a segja ekki Island audvitad, eda Danmork, thvi thar eru hvorki kakkalakkar ne frumskogarhljod. Nei thetta minnir mig a gomlu godu AMAZOONICO thar sem er bjo i 2 manudi i frumskogi Ecuador med henni Huldu. Alveg frabaer upplifun, og nu fekk eg sma nostalgiu.

Vid fengum lanadan kano og sigldum adeins um ana, bara vid tvo, voda romo. En svo thegar storu batarnir sigldu framhja okkur kom svo mikill oldugangur ad vid thurtum ad hafa okkur oll vid til ad sokkva ekki batnum. En thad var bara fjor.

Eftir eina nott i Rio Dulce sigldum vid med bat nidur ana og endudum i Livingston. Med okkur i batnum var kanadiskt par og ungur madur fra Englandi. Vid hengum adeins med theim i Livingston, parid var voda indaelt, en englendingurinn...oboy oboy... Hann var svo sem agaetur...svona fyrstu 10 minuturnar. En hann taladi ekki um annad en samsaeris kenningar og heimsendi og eg veit ekki hvad og hvad. Hann taladi allavega of mikid og mestmegnis bara bull og vitleysa. Til daemis langar mig ekkert ad trua thvi ad thad verdi major katastrofa 22.mars a thessu ari, samkvaemt timatali Maya indiana, sem eigi eftir ad eyda Islandi og fleiri londum i Evropu. Og eg nenni ekki einu sinni ad endurtaka alla vitleysuna i honum.

Vid tokum bat eldsnemma daginn eftir til Belize, og guess what... englendingurinn var med. Svo forum vid a veitingastad i Puncta Gorda, og guess what... englendingurinn var thar. Svo keyptum vid okkur rutumida til Independence og guess what... englendingurinn var lika i rutunni. Vid vorum farin ad ottast ad vid myndum sitja uppi med englendinginn thad sem eftir vaeri af ferdinni okkar, en sem betur fer for hann ut a odrum stad en vid.

Herna er god mynd af englendingnum, hann situr vid hlidina a skeggjadri Beliskri konu.
Eg helt ad Asberg aetladi ad miss augun ut ur hausnum thegar hann sa skeggjudu konuna... hahaha...

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter