<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 14, 2006

La ciudad de Mexico 



Við flugum frá Chetumal til Mexico city. Útsýnið yfir borgina rétt áður en við lentum var frábært. Borgin er jú alveg HUGE og mengunin....vá maður. Það var alveg þétt mengunarský yfir allri borginni. Og ég er strax farin að finna fyrir menguninni. Aðeins 3 dogum eftir ad ég kom byrjaði ég að springa út í bólum. Húðin mín er greinilega ekki sátt við þetta skítuga loft. Á morgnana þegar ég vakna, og ef glugginn er opinn, þá finn ég stundum fyrir reykjarmekkinum.

Ég fór í göngutúr um háskólasvæðið UNAM á laugardaginn. Mér tókst að villast og ráfaði þarna um í 3 tíma áður en ég fór að kannast við mig. Mér fannst DTU í Danmörku stórt fyrst þegar ég sá það, en það er bara "peanuts" miðað við UNAM. Það er ekki að ástæðulausu að svæðið er kallað Háskólaborgin, sem sagt borg innan í borg.
Og Mexico city er eins og margar borgir í einni. Mörg hverfi eru með sitt eigið torg osfrv. Ég gæti farið á hverjum degi á nýjan stað í borginni, og samt ekki verið búin að skoða alla borgina eftir mánuð

Ég hef ferðast nokkuð mikið með Metróinu, það er rosa gaman, fólksmergðin er svakaleg. Metróið er eins og köngulóarvefur. Það nær út um alla borg, en það er langt á milli metróstöðva, svo maður þarf oft líka að taka strætó. Strætóarnir eru ekkert að eyða tíma í vitleysu, stoppa bara ef þörf krefur og þá bara stutt, svo maður verður að drífa sig inn eða út. Ég fattaði ekki að ég þyrfti að rétta út höndina til að stoppa strætóinn, svo ég missti af þremur áður en ég sá einhvern annan stoppa strætóinn. Og einu sinni var ég eitthvað lengi að koma mér út þannig að ég þurfti að hoppa út á ferð.

Ég bý á hosteli rétt hjá UNAM, og það er mjög fínt. Fyrstu dagana eftir að Ásberg fór lá ég mest bara í rúminu mínu og grét...en nú er allt mikið betra. Fólkið á hostelinu er mjög skemmtilegt og heldur mér félagsskap. Á laugardaginn horfðum við á vídeó saman, og á sunnudaginn fórum við út að borða, og dönsuðum svo salsa á hostelinu langt fram á kvöld. Svaka stuð.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter