<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 06, 2006

Töff að vera rangeygður 

Síðasta daginn okkar í Placencia fengum vid lánaða tvo kajaka, og dóluðum okkur í karabíska hafinu í næstum því þrjá tíma. Það var rosalega gaman, líkamsrækt fyrir handleggina og svo inn á milli lagist ég í sólbað á kajakinum mínum og slappaði af.
Ég fór meira að segja úr bikiní toppnum, fyrst að það var enginn nálægt, og nú ætlaði ég sko að ná mér í lit..... Ehhemhemm.... það tókst heldur betur.... RAUÐAN LIT!! Það mætti halda að ég læri ekki af reynslunni. Ég brann allsvakalega framan á fótleggjunum, og maganum og á brjóstunum. Nú var ég öll brennd og aum að framan og öll út í klæjandi moskítóbitum að aftan.
Og nú hlær Ásberg að mér og er með Kristján Jóhannsson takta:
"Þú ert bara orðin rauð á brjóstunum, hahaha!"

Það er svo fyndið hvað kúltúrinn hérna og fólkið er allt öðruvísi en í nágrannalöndunum. Hér dillar fólk sér ekki við salsa heldur reggei-tónlist. Og í stað indíána flétta eru dreddar og pínkulitlar negra fléttur. Og fæstir tala spænsku. Opinbera tungumálið er enska (Ásberg til mikils léttis) og svo er talað Kriola sem er blanda af ensku, spænsku og einhverju Afrísku tungumáli. Það er svo skemmtilegt að hlusta á þá tala, því stundum finnst manni maður næstum því vera að skilja...en samt ekki... Hérna er smá sýnishorn:

Gud maanin (Good morning)
Da how yu di du (How are you)
Ah sari ( I am sorry)
Ah noa ( I know)
Ah noh tink soh (I don't think so)
Da weh dat (What's that)
Seh ahn agen noh, pleez (Would you say it again please)
Ah noh andastan yu (I don't understand you)

Á leiðinni til Belize city fórum við í dýragarðinn, sem er í frumskóginum. Þar sáum við allskonar dýr, mörg þeirra þekkti ég frá Amazoonico og Ásberg var að verða gráhærður yfir að heyra mig alltaf segja "í Amazoonico vorum við með svona dýr..." og "...nú man ég eftir einu fyndnu sem gerðist í Amazoonico..." og "einu sinni þegar ég var í Amazoonico þá....."
Við hittum líka Osama Bin Hammut í dýragarðinum. Skemmtileg tilviljun.

Í Belize city fórum við í Casino!! Ásberg ætlaði að vinna fyrir ferðinni okkar....
En það tókst ekki betur til en svo að við töpuðum 40 USD á 5 mínútum. Þvílík óheppni.
Við erum búin að ákveða að við hljótum bara að vera svona heppin í ástum.

Nú erum við komin til Chetumal í Mexíco. Aftur í gömlu góðu indíánamenninguna. Fórum á Maya-safn í dag, rosalega flott og áhugavert. Þar komst ég meðal annars að því að í gamla daga þótti það rosalega flott meðal Maya indíána að vera með aflangt höfuð. Þess vegna aflöguðu þeir höfuðkúpur ungbarna með spýtum sem þeir bundu um höfuð barnanna. Og eins og það væri ekki nóg. Það þótti líka rosalega töff að vera RANGEYGÐUR haha. Þannig að oft var lítill bolti eða einhver hlutur festur á spotta og við höfuð barnsins þannig að hann hengi akkúrat milli augnanna. Þannig varð greyið barnið rangeygt.

Flúgum til Mexíco city á morgun.
Púff búið að vera viðburðarrík ferð...
Ahhhhh mig klæjar ennþá í moskítóbitin.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter