<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Islendingaparty i Guatemala 

Vid forum til Antigua daginn eftir og aetludum ad vera thar i eina nott.
Antigua reyndist vera hinn huggulegasti baer, ad visu mikill turistabaer, en thad var kaerkomid eftir veikindi og ruslid i Huehue.
(Pabbi segir reyndar ad Huehuetenanga eigi ad vera mjog fallegur og fridsaell baer....en thad var allavega ekki okkar first impression.)

Vid forum i einkatima i salsa, og thad var svo gaman ad vid akvadum ad fara aftur daginn eftir og gista eina nott i vidbot. Vid leigdum okkur hjol og hjoludum til naesta baejar i steikjandi hita. Eftir hjolaturinn vildum vid skola af okkur skitinn og forum i sund a flottasta hoteli baejarins. Vid vorum nykomin i laugina og erum eitthvad ad tala saman thegar heyrist:
"erud thid islensk??"
"Ja" svorum vid undrandi.
Tharna voru 3 islenskar stelpur a sundlaugarbakkanum ad sola sig.
Thaer voru i Antigua ad laera spaensku og vinna sem sjalfbodalidar i grunnskola.

Um kvoldid forum vid med theim a adal salsastadinn, og thad var tjuttad og salsad fram eftir nottu, og thorstanum svalad i gallo-bjor. Eg hef ef til vill svalad thorstanum adeins of mikid... eg var allavega ordin blindfull um thad leiti sem vid forum heim a hotel.

Morguninn eftir sagdi hausverkur og ogledi mer ad, margra tima rutuferd a krokottum halendisvegum Guatemala, vaeri ekki thad sem eg vildi thann daginn. Vid akvadum ad vera lengur.

Svo ein nott vard ad fjorum!!

Sidasta kvoldid hittum vid islensku stelpurnar aftur + eina i vidbot. Og eins og thad vaeri ekki nog.... svo hittum vid 3 islenska straka sem komu til Antigua sama kvold, eftir nokkurra manada ferdalag um Sudur-Ameriku. 9 islendingar a sama stad a sama tima i Guatemala - thvilik tilviljun!
Og svo var haldid PARTY!!!



Partyid var haldid i salsaskola stelpnanna, og tonlistin var blanda af Salinni, Pali Oskari og Latin Ameriskri salsa tonlist. Crowdid var blanda af islendingum , svium, belgum og fleiri salsanemendum, asamt salsa kennurum. Og thetta var lika afmaelisparty, thvi tharna var guatemaliskur strakur sem atti 21 ars afmaeli, var med risa tertu og allt, og fjolskyldan hans var tharna lika ad fagna med honum.

Foreldrar hans voru voda kruttleg, satu bara a stolum uppi vid vegginn allan timan, og brostu odru hvoru tannlasu brosi yfir latunum i okkur unga folkinu. Thau litu ut fyrir ad vera frekar oldrud, en thad virdist samt yfirleitt vera thannig ad ungt folk herna litur ut fyrir ad vera yngra en thad er, og gamalt folk litur ut fyrir ad vera eldra en thad er. Svo eg get engan veginn daemt um aldur folks.


-

Pizzuveisla og rafmagnsleysi i Huehue 

Ok við náðum okkur eftir veikindin.
Fórum til Guatemalíska ræðismannsins og fengum að vita að íslendingar þyrftu ekki VISA til Guatemala.
Frábært.

Svo við tókum rútu, og svo leigubíl, löbbuðum yfir landamærin, og svo rútu aftur.
Og nokkrum klukkutímum seinna vorum við komin til Huehuetenanga.

Huehue er......áhugaverður bær. Mikið rusl. MIIIIKIÐ rusl. Og mikið af götuhundum sem ráfa um stræti bæjarins í leit að einhverju áhugaverðu. Og við ráfuðum líka um stræti bæjarins í leit að einhverju ætilega sem gæfi okkur vonandi ekki matareitrun. Við fórum á pitzustað og pöntuðum óvart allt of mikið af pitzu, við misskildum afgreiðslukonuna eitthvað. Ég sá strax hversu mikil snilld þetta væri, og fór með hálfa 16 tommu pitzu og gaf götuhundunum. Hulda vinkona (sem er mikil hundakona) átti afmæli þennan dag svo mér þótti þetta tilvalinn dagur fyrir götuhundaveislu.

Annars var Huehue ekkert spennandi bær. Við vorum einu "gríngóarnir" (hvíta fólkið) og vöktum skiljanlega mikla athygli sem slíkir, en þó sérstaklega ég, og sér í lagi frá karlmönnum með smeðjulegt bros. Þetta var orðið svo áberandi og óþægilegt að ég fór í peysu og ásberg setti á mig derhúfuna sína. Það var aðeins betra. Ég varð ekkert vör við svona athygli í Mexíkó, eins og maður hefði nú haldið verandi ljóshærð stúlka með blá augu. Ég hélt að það væri af því að Ásberg væri við hliðina á mér....og kannski hjálpaði það líka....en ekki í Huehue.

Rafmagnið fór af bænum tvisvar, og í seinna skiptið var komið kvöld, svo götur bæjarins voru orðnar ansi drungalegar. Við ákváðum bara að eyða kvöldinu á hótelherbergi fyrst við kæmumst hvort eð er ekki á internet.

-

laugardagur, febrúar 25, 2006

Pissublaut i Comitán 

Jæja hvert var ég komin.

Ok, við semsagt sátum þarna við veginn, ég mjög slöpp, og biðum eftir bíl sem færi til Comitán. Ætluðum að reyna að taka rútu þaðan og fara LÖGLEGA til Guatemala.

Bíllinn kom, og við spurðum bílstjórann hvort að væri pláss fyrir okkur.
"Si si"... var svarið, en þegar við litum inn í bílinn, vorum við efins. Þarna vorum menn, konur og börn og bananaklasi. Um það bil 18 manns í 13 manna bíl. Og við áttum að komast fyrir líka. Áður en við vissum af var bílstjórinn búinn að skella bakbokunum okkar upp á topp, svo það var ekki um annað að ræða en að reyna að troða sér inn. Ég sat ofan á Ásberg frammí, við hliðina á konu með barnið sitt í fanginu, og svo bílstjóranum. Og ekki nóg með það, svo var stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og við áttum ekki til orð þegar fleiri og fleiri tróðu sér inn í bílinn. Ég held við vorum 25 á tímabili.

Ferðin tók um klukkutíma, og ég var að drepast úr ógleði.
Loksins vorum við komin til Comitán, í steikjandi hita. Mér tóks að ganga nokkur skref með bakpokann minn en svo gossaðist út úr mér. Ég ældi og ældi, og í öllum hamaganginum pissaði ég líka í buxurnar.
Mér leið mikið betur, og tókst meira að segja að hlæja að því að vera orðin pissublaut eins og smákrakki.
Við komumst á rútustöðina og ég beint inn á klósett að skipta um föt.

Á meðan las Ásberg í Lonely Planet, og sagði þegar ég kom aftur:
"Það stendur hér að íslendingar þurfi VISA til að komast inn í Guatemala."
Hmm nú voru góð ráð dýr, við vildum fara í gegnum Guatemala og Belize og þaðan til Yucatan. Áttum við bara að snúa við?
Við ákváðum alla vega að fara á fínasta hótelið í bænum og hugsa málið.
Frábært, hreint herbergi, stórt rúm, hreint baðherbergi, heit sturta og sjónvarp með 50 stöðvum. Við gátum ekki valið betri stað til að verða veik á. Ég lá veik í rúminu næstu tvo daga, og Ásberg fékk samúðarverki fyrsta kvöldið....Mígreni.

-

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Óloglega yfir landamaerin??? 

Ímyndid ykkur kathólska kirkju.
Med styttu af jesú á krossinum vid altarid, og styttum af hinum ýmsu dýrdlingum hér og thar um kirkjuna, og meira en thúsund logandi kerti.
Nokkud edlilegt ekki satt?!

Baetid sídan vid grenigreinum um allt gólfid, blikkandi jólaseríum ígluggunum, bidjandi indíánum sitjandi á gólfinu ad kyrja áóskiljanlegu indíánamáli. Og med í fórum sínum eru their med egg,haenur (til ad fórna) og kóka kóla og sprite og fleiri gosdrykki semtheir opna og drekka vid hátídlega vidhofn.
Ekki eins edlilegt....ad mínu mati.
En mjog edlilgt í augum indíánanna í thorpinu sem vid heimsóttum rétthjá San Cristóbal de Las Casas. Vid máttum ekki taka neinar myndir, thví thá vaerum vid ad taka sál theirra frá theim. En mjog ahugaverdupplifun.

Svo gerdist thad lika thegar vid vorum a rolti i San Cristóbal, ad ég sá thennan líka krúttlega flaekingshvolp. Thetta var tík og hún kom strax ad heilsa upp á mig. Thegar ég var búin ad klappa henni og kjassa í smá tíma, thá vildi hún ekkert yfirgefa mig. Hún klifradi uppí fangid á mér og kom sér vel fyrir á pilsinu mínu og sofnadi. Ég brádnadi algjorlega og vildi bara eiga hana. En Ásberg var ekki eins sannfaerdur.
Oh stundum er leidinlegt ad vera skynsamur, en eg gat svosem alveg séd ad thad vaeri ýmislegt sem vaeri ekki snidugt vidt hetta. En thad lá vid ad ég vaeri med tárin í augunum thegar égkvaddi litlu dúlluna.

Daginn eftir fórum vid í skodunarferd med hópi fólks, sáum dropahelli,og foss og aetludum ad skoda sex stoduvotn, en vid fyrsta vatnid akvadum vid ad freista gaefunnar og reynda ad finna hotel og gista bara thar. Bilstjoranum fannst vid vera eitthvad skritin ad aetla bara ad vera eftir, og hann vissi ekkert um hvort thad vaeri hótel tharna, ef ég hef skilid spaenskuna hans rétt.

Tharna vorum vid in the middle of nowhere, og okkur sýndist vera baer hinum megin vid vatnid. Allt í einu birtust tveir litlir strákar sem bobludu eitthvad á spaensku sem ég í fyrstu skildi ekkert í. En svo rann thad upp fyrir mér ad their vaeru ad bjódast til ad fylgja okkur ad hótelinu. Vid ákvádum ad thiggja bodid og thetta var hin skemmtilegasta ganga, um 3 km, thar sem ég reyndi ad spjalla adeinsvid strákana. Their voru 10 og 11 ára (litu út fyrir ad vera yngri) og aetla ad vinna í landbúnadi thegar their verda stórir. Vildu fá ad vita hvar Ísland vaeri. Hvort thad vaeri meira en 10 km í burtu. Hvort thad vaeri lengra en Frakkland eda Kína. Hversu langan tíma taeki ad komast thangad.
Svo kom spurningin "Ello es tu amigo?"
"No ello es mi novio"
Thá flissudu their, voda fyndid ad Ásberg vaeri kaerastinn minn en ekki bara vinur.
Strákarnir fengu 12 pezos hvor fyrir hjálpina og félagsskapinn, og svo fórum vid ad skoda hótelid.

Vid fengum cabaña nidri vid vatnid, frekar basic med saggalykt, en vid hofdum svo sem ekki búist vid meiru. Vid vorum sem sagt stodd í litlum bae, Tziscau, og vorum ad thví er virtist einu túristarnir á svaedinu. Thad var mjog gaman ad labba tharna um ad virda fyrir okkur thorpsbúa.

Svo fórum vid í gongutúr út fyrir baeinn, og VÚPSÍ allt í einu vorum vid komin til Guatemala. Thad var bara svona stólpi thar sem á stódMexico odru megin, og Guatemala hinum megin. Vid vorum sem sagt komin óloglega inn í landid, engir landamaeraverdir eda neitt.
Vid vorum enntha ad klóra okkur í hausnum yfir thessum óvaenta atburdi thegar vid vorum allt í einu umkringd af bornum. Thau sogdust adspurd vera frá Guatemala og skríktu af kaeti thegar vid tokum myndir af theim og leyfdum theim sídan ad skoda i myndavélinni eftir á. Daginn eftir vaknadi ég og kastadi upp. Fyrsta (og vonandi sídasta) magakveisan í thessari ferd.Vid ákvádum ad drífa okkur til Comitán og thadan áfram til Guatemala(loglega) og mér tókst ad staulast med bakpokann ad adalveginum thar sem vid gátum tekid rútu/bíl.

To be continued(internet kaffid er ad loka....klára soguna seinna!)

-

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Jugos.... 

...de naranja, fresa, mansana, mora...
Alls konar JUGOS!! Ferskir safar! Það var uppáhaldið mitt í Ecuador forðum daga, enda það eina æta sem þeir kunnu að búa til.
Hér í Mexíkó virðist þetta líka vera nokkuð algengt, og ég ákvað að láta á reyna. Ég bað um jugo de fresa (jarðarberja) og eitthvað annað rautt sem ég vissi ekki hvað var. En eftir fyrsta sopann vissi ég það - OJ... Rauðrófu-jarðarberjasafi, mjög áhugaverð blanda. Mæli ekki með því.

Við fórum á risastóran markað í Oaxaca, þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar - en það var lífsins ómögulegt að prútta við afgreiðslufólkið. Ég hélt annars að það væri venjan í þessum S-Ameríku löndum, ég var allavega orðin nokkuð góð í því í Ecuador. Við keyptum lítinn gítar sem Ási litli getur leikið sér að. Markaðurinn var eins og völundarhús og okkur tókst að rammvillast. Enduðum í einhverju vafasömu hverfi þegar við komum út af markaðnum. En okkur tókst að rata aftur á hótelið.

Í Oaxaca var allt krökkt af túristum, og annar hver með nefið niðri í sömu bók og við: Lonely Planet Mexico.

Við fórum að skoða eldgamlar indíánarústir í fyrradag. Það var glampandi sól og við vorum eins og skandinavísk endurskinsmerki. Eitthvað hefur sólarvarnar smurningurinn misfarist, því nú lítum við út eins og tveir danskir fánar. Nú erum við komin niður á strönd - Zipolite - og það er hlegið að okkur hægri vinstri og okkur sagt að passa okkur á sólinni.

Hér eru allir rosalega sólbrúnir (nema við) og það er ekkert sem heitir bikinífar eða stuttbuxnafar. Flestir labba um, synda og liggja á ströndinni NAKTIR!! Við höfum hingað til haldið í gömlu góðu sundfötin.


Zipolite er algjör paradís, og við gistum á frekar frumstæðu en mjög exotic og kósí hóteli, Lo Cosmica. Það er ótrúlega rólegt hérna og allir liggja bara í einhverju tranquil móki með jugo eða cerveza við höndina. En við pössum okkur á sjónum, því kyrrahafs straumurinn er rosalega sterkur, það druknar fólk hérna á hverju ári.

Hasta luego

-

laugardagur, febrúar 11, 2006

Brillíant byrjun! 

Ok, Dr. Freylittle byrjaði ferðina auðvitað með trompi. Rétt eftir að við höfðum tékkað farangurinn inn í Kastrup, og biðum í röð eftir að fara í gegnumlýsingu, þá fattaði ég allt í einu... Ég hnippti í Ásberg og hvíslaði: " Ég er með piparspreyið á mér". Piparspreyið góða sem elskuleg systir mín gaf mér fyrir rúmum 3 árum síðan áður en ég fór til Ecuador. Ég var greinilega eitthvað utan við mig þegar ég var að pakka um nóttina og búin að steingleyma að það mætti ekki taka vopn eins og naglaþjöl, skæri og piparsprey með í handfarangur.
Ég beið spennt og vonaði að piparspreyið yrði ekki uppgötvað og tekið af mér - svo ég gæti nú varið mig gegn öllum vondu köllunum í Mexíco.
"Er þetta þinn bakpoki?"
"Jaaaaá...." svaraði ég hikandi.
"þú ert með skæri í töskunni"
Gvuuuuð minn góður, hugsaði ég með sjálfri mér. Dýralækna skurð settið mitt.
Vörðurinn dró upp skurðsettið með þremur skærum og einum skurðhníf. Ehemmhemm...
Ég varð alveg miður mín yfir þessum mistökum, og vörðurinn leyfði mér að fara með settið niður og láta tékka það inn. En piparspreyið uppgötvaðist ekki!!!

Mexíco city var ekki eins slæm og ég hafði búist við. Ég var líka búin að búa mig undir það versta.
Auðvitað stór borg og margt fólk, en bara alveg ágæt.
Við tókum metro í háskólann og ég mætti á dýralæknaspítalann og sagðist vera dýralæknir og vilja hjálpa til.
Ok, nú var ég líklega ekki búin að segja ykkur að ég var í rauninni aldrei búin að fá neitt svar frá þeim, við e-mailunum sem ég sendi. Ég hafði haft samband við einhvern skrifstofumann í Mexico city, og hann hafði gefið mér e-mail adressuna hjá yfirdýralækninum í háskólanum, en hann svaraði síðan aldrei.
En sem sagt, nú var ég mætt á staðinn, full af bjartsýni....en kannski líka pínu nervus.
Ég fékk að tala við yfirdýralækninn, og hann var mjög vinalegur, en vildi fá að sjá pappíra sem sýndu að ég væri dýralæknir.
Freyja þú er algjör snillingur...hugsaði ég með mér. Auðvitað getur maður ekki bara labbað inn á spítala og sagst vera dýralæknir. Ég var bara ekki búin að hugsa svona langt.
Ég sat þarna eins og hálfviti, "öööö, já pappírar....ég gleymdi þeim því miður heima"
Hann hefur örugglega haldið að ég væri eitthvað klikkuð. En ég sagðist ætla að hafa samband við skólann og láta þá faxa þetta til þeirra.
En svo kom vandamál númer tvö. Það er eiginlega ekki þörf fyrir fleiri dýralækna á götuhunda projektinu. Um stund urðu allar vonir mínar að engu, en svo stakk hann upp á því að ég myndi bara vera með þeim á spítalanum og rótera á milli deilda.
"Já já frábært" svaraði ég auðvitað. Ég vil bara fá að gera eitthvað, hvað sem er.
En semsagt, þetta endaði sem sagt pínu óákveðið, en ég sagðist ætla að hafa samband og senda þessa pappíra. Og svo komst ég að því að e-mailið sem ég var með hafði verið vitlaust, þess vegna hafði hann aldrei heyrt frá mér.

En jæja, ég ætla ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þetta reddast, uppáhalds mottóið mitt.

Í dag komum við með rútu til Oaxaca borgar sem er algjört æði. Rosalega kósí, með litríkum gamaldags byggingum og yndislegu torgi. Spænskan mín er að koma hægt og hægt, en mér finnst ég samt alveg rosalega léleg. Verð að æfa mig meira.

Ciao

-

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Bráðum bráðum 

Ég fann þetta innslag á íslenskri spjallsíðu:

Ég átti kisu sem hét Alexander Mikli (höfuðið grískum kóngi eða eitthvað), en á núna kött sem heitir Ottó Freyr, kallaður Kittó (frændi minn kallaði hann alltaf kisa ottó og var so bara á endanum farin að segja þetta mjög hratt og endaði í Kittó og Freyr nafnið kemur af Freyju auglysingunni... hann var alltaf svo bústin og leit út eins og Freyju kötturinn)

Ég veit reyndar ekki hvað höfundurinn er gamall... en þetta er eitthvað svo fyndið. Best finnst mér að nafnið Freyr komi úr Freyju auglýsingunni. Þetta er nú bara mjög sætt!

Nú eru BARA 3 DAGAR þangað til ég fer til Mexíkó. Og ég get varla beðið. Allt er að verða klappað og klárt. Nokkrir smáendar sem þarf að hnýta og svo er það bara:

Mexico, aquí yo vengo!!!


-

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Jesús er að koma... 

Hann kemur til Danmerkur á morgun, og ætlaði að leigja íbúðina mína meðan ég væri í Mexíkó.
En svo hætti hann við út af einhverju veseni...

Jesús Moreta er spænskur skiptinemi; ekki sonur Guðs.
Kannski ætlar íslenskt par að leigja íbúðina í staðinn.

Annars er ég rosalega stollt af sjálfri mér akkúrat núna. Ég er nefnilega ein af þeim sem á mjög erfitt með að henda dóti. Ég á alls konar drasl sem ég hef sankað að mér í gegnum árin, og flest af því er virkilega bara DRASL!
T.d. á ég föt síðan ég var unglingur, flest slitin og ég á ALDREI eftir að nota þau. Og fullt af skóm sem eru löngu komnir úr tísku. Og óteljandi hálfkláraðar snyrtivörur. Og BÆKUR í tonnatali. Og tímarit síðan á síðustu öld. Biluð saumavél og tómir blómapottar.
En áðan tók ég mig til og henti 5 svörtum ruslapokum af drasli. Og fyllti einn með fötum sem eiga að fara í rauða krossinn eða hjálpræðisherinn.
En bækur eru auðvitað heilagar...þeim hendi ég aldrei.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter