<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Pizzuveisla og rafmagnsleysi i Huehue 

Ok við náðum okkur eftir veikindin.
Fórum til Guatemalíska ræðismannsins og fengum að vita að íslendingar þyrftu ekki VISA til Guatemala.
Frábært.

Svo við tókum rútu, og svo leigubíl, löbbuðum yfir landamærin, og svo rútu aftur.
Og nokkrum klukkutímum seinna vorum við komin til Huehuetenanga.

Huehue er......áhugaverður bær. Mikið rusl. MIIIIKIÐ rusl. Og mikið af götuhundum sem ráfa um stræti bæjarins í leit að einhverju áhugaverðu. Og við ráfuðum líka um stræti bæjarins í leit að einhverju ætilega sem gæfi okkur vonandi ekki matareitrun. Við fórum á pitzustað og pöntuðum óvart allt of mikið af pitzu, við misskildum afgreiðslukonuna eitthvað. Ég sá strax hversu mikil snilld þetta væri, og fór með hálfa 16 tommu pitzu og gaf götuhundunum. Hulda vinkona (sem er mikil hundakona) átti afmæli þennan dag svo mér þótti þetta tilvalinn dagur fyrir götuhundaveislu.

Annars var Huehue ekkert spennandi bær. Við vorum einu "gríngóarnir" (hvíta fólkið) og vöktum skiljanlega mikla athygli sem slíkir, en þó sérstaklega ég, og sér í lagi frá karlmönnum með smeðjulegt bros. Þetta var orðið svo áberandi og óþægilegt að ég fór í peysu og ásberg setti á mig derhúfuna sína. Það var aðeins betra. Ég varð ekkert vör við svona athygli í Mexíkó, eins og maður hefði nú haldið verandi ljóshærð stúlka með blá augu. Ég hélt að það væri af því að Ásberg væri við hliðina á mér....og kannski hjálpaði það líka....en ekki í Huehue.

Rafmagnið fór af bænum tvisvar, og í seinna skiptið var komið kvöld, svo götur bæjarins voru orðnar ansi drungalegar. Við ákváðum bara að eyða kvöldinu á hótelherbergi fyrst við kæmumst hvort eð er ekki á internet.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter