<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 25, 2006

Pissublaut i Comitán 

Jæja hvert var ég komin.

Ok, við semsagt sátum þarna við veginn, ég mjög slöpp, og biðum eftir bíl sem færi til Comitán. Ætluðum að reyna að taka rútu þaðan og fara LÖGLEGA til Guatemala.

Bíllinn kom, og við spurðum bílstjórann hvort að væri pláss fyrir okkur.
"Si si"... var svarið, en þegar við litum inn í bílinn, vorum við efins. Þarna vorum menn, konur og börn og bananaklasi. Um það bil 18 manns í 13 manna bíl. Og við áttum að komast fyrir líka. Áður en við vissum af var bílstjórinn búinn að skella bakbokunum okkar upp á topp, svo það var ekki um annað að ræða en að reyna að troða sér inn. Ég sat ofan á Ásberg frammí, við hliðina á konu með barnið sitt í fanginu, og svo bílstjóranum. Og ekki nóg með það, svo var stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og við áttum ekki til orð þegar fleiri og fleiri tróðu sér inn í bílinn. Ég held við vorum 25 á tímabili.

Ferðin tók um klukkutíma, og ég var að drepast úr ógleði.
Loksins vorum við komin til Comitán, í steikjandi hita. Mér tóks að ganga nokkur skref með bakpokann minn en svo gossaðist út úr mér. Ég ældi og ældi, og í öllum hamaganginum pissaði ég líka í buxurnar.
Mér leið mikið betur, og tókst meira að segja að hlæja að því að vera orðin pissublaut eins og smákrakki.
Við komumst á rútustöðina og ég beint inn á klósett að skipta um föt.

Á meðan las Ásberg í Lonely Planet, og sagði þegar ég kom aftur:
"Það stendur hér að íslendingar þurfi VISA til að komast inn í Guatemala."
Hmm nú voru góð ráð dýr, við vildum fara í gegnum Guatemala og Belize og þaðan til Yucatan. Áttum við bara að snúa við?
Við ákváðum alla vega að fara á fínasta hótelið í bænum og hugsa málið.
Frábært, hreint herbergi, stórt rúm, hreint baðherbergi, heit sturta og sjónvarp með 50 stöðvum. Við gátum ekki valið betri stað til að verða veik á. Ég lá veik í rúminu næstu tvo daga, og Ásberg fékk samúðarverki fyrsta kvöldið....Mígreni.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter