<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Jesús er að koma... 

Hann kemur til Danmerkur á morgun, og ætlaði að leigja íbúðina mína meðan ég væri í Mexíkó.
En svo hætti hann við út af einhverju veseni...

Jesús Moreta er spænskur skiptinemi; ekki sonur Guðs.
Kannski ætlar íslenskt par að leigja íbúðina í staðinn.

Annars er ég rosalega stollt af sjálfri mér akkúrat núna. Ég er nefnilega ein af þeim sem á mjög erfitt með að henda dóti. Ég á alls konar drasl sem ég hef sankað að mér í gegnum árin, og flest af því er virkilega bara DRASL!
T.d. á ég föt síðan ég var unglingur, flest slitin og ég á ALDREI eftir að nota þau. Og fullt af skóm sem eru löngu komnir úr tísku. Og óteljandi hálfkláraðar snyrtivörur. Og BÆKUR í tonnatali. Og tímarit síðan á síðustu öld. Biluð saumavél og tómir blómapottar.
En áðan tók ég mig til og henti 5 svörtum ruslapokum af drasli. Og fyllti einn með fötum sem eiga að fara í rauða krossinn eða hjálpræðisherinn.
En bækur eru auðvitað heilagar...þeim hendi ég aldrei.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter