<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 11, 2006

Brillíant byrjun! 

Ok, Dr. Freylittle byrjaði ferðina auðvitað með trompi. Rétt eftir að við höfðum tékkað farangurinn inn í Kastrup, og biðum í röð eftir að fara í gegnumlýsingu, þá fattaði ég allt í einu... Ég hnippti í Ásberg og hvíslaði: " Ég er með piparspreyið á mér". Piparspreyið góða sem elskuleg systir mín gaf mér fyrir rúmum 3 árum síðan áður en ég fór til Ecuador. Ég var greinilega eitthvað utan við mig þegar ég var að pakka um nóttina og búin að steingleyma að það mætti ekki taka vopn eins og naglaþjöl, skæri og piparsprey með í handfarangur.
Ég beið spennt og vonaði að piparspreyið yrði ekki uppgötvað og tekið af mér - svo ég gæti nú varið mig gegn öllum vondu köllunum í Mexíco.
"Er þetta þinn bakpoki?"
"Jaaaaá...." svaraði ég hikandi.
"þú ert með skæri í töskunni"
Gvuuuuð minn góður, hugsaði ég með sjálfri mér. Dýralækna skurð settið mitt.
Vörðurinn dró upp skurðsettið með þremur skærum og einum skurðhníf. Ehemmhemm...
Ég varð alveg miður mín yfir þessum mistökum, og vörðurinn leyfði mér að fara með settið niður og láta tékka það inn. En piparspreyið uppgötvaðist ekki!!!

Mexíco city var ekki eins slæm og ég hafði búist við. Ég var líka búin að búa mig undir það versta.
Auðvitað stór borg og margt fólk, en bara alveg ágæt.
Við tókum metro í háskólann og ég mætti á dýralæknaspítalann og sagðist vera dýralæknir og vilja hjálpa til.
Ok, nú var ég líklega ekki búin að segja ykkur að ég var í rauninni aldrei búin að fá neitt svar frá þeim, við e-mailunum sem ég sendi. Ég hafði haft samband við einhvern skrifstofumann í Mexico city, og hann hafði gefið mér e-mail adressuna hjá yfirdýralækninum í háskólanum, en hann svaraði síðan aldrei.
En sem sagt, nú var ég mætt á staðinn, full af bjartsýni....en kannski líka pínu nervus.
Ég fékk að tala við yfirdýralækninn, og hann var mjög vinalegur, en vildi fá að sjá pappíra sem sýndu að ég væri dýralæknir.
Freyja þú er algjör snillingur...hugsaði ég með mér. Auðvitað getur maður ekki bara labbað inn á spítala og sagst vera dýralæknir. Ég var bara ekki búin að hugsa svona langt.
Ég sat þarna eins og hálfviti, "öööö, já pappírar....ég gleymdi þeim því miður heima"
Hann hefur örugglega haldið að ég væri eitthvað klikkuð. En ég sagðist ætla að hafa samband við skólann og láta þá faxa þetta til þeirra.
En svo kom vandamál númer tvö. Það er eiginlega ekki þörf fyrir fleiri dýralækna á götuhunda projektinu. Um stund urðu allar vonir mínar að engu, en svo stakk hann upp á því að ég myndi bara vera með þeim á spítalanum og rótera á milli deilda.
"Já já frábært" svaraði ég auðvitað. Ég vil bara fá að gera eitthvað, hvað sem er.
En semsagt, þetta endaði sem sagt pínu óákveðið, en ég sagðist ætla að hafa samband og senda þessa pappíra. Og svo komst ég að því að e-mailið sem ég var með hafði verið vitlaust, þess vegna hafði hann aldrei heyrt frá mér.

En jæja, ég ætla ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þetta reddast, uppáhalds mottóið mitt.

Í dag komum við með rútu til Oaxaca borgar sem er algjört æði. Rosalega kósí, með litríkum gamaldags byggingum og yndislegu torgi. Spænskan mín er að koma hægt og hægt, en mér finnst ég samt alveg rosalega léleg. Verð að æfa mig meira.

Ciao

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter