<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 29, 2004

Ég fékk hvorki kerti né spil, en engu að síður margar fallegar gjafir og þá aðallega bækur sem er auðvitað sígild gjöf.
Er svona um það bil að jafna mig eftir allt hangikjötsátið.... og nú væri ég alveg til í smá meir, og grænar baunir mmmm.

Var í "sleepover" hjá Maju á Mímisveginum í nótt, ásamt Guðrúnu Ögmunds og Sólrúnu. Það var ofsa gaman, alveg nauðsynlegt fyrir okkur fjórar vinkonurnar að hittast svona allar í einu að minnsta kosti einu sinni á ári.

Jón Kristján bróðir gaf mér geisladiskinn Hjálmar í jólagjöf. Ágætis diskur..... og nú veit ég af hverju bangsinn hennar Öglu Bríetar litlu frænku minnar heitir Einar. Eitt lagið á disknum heitir nefnilega "Kindin Einar"!!!

-

þriðjudagur, desember 21, 2004

Hvað gerir maður þegar prófið samanstendur af aðeins tveimur spurningum og önnur spurningin er í fyrsta lagi úr löggjöf sem maður hefur aldrei lesið, og í öðru lagi inniheldur tvö orð sem maður skilur ekki??!!
Tja, ég gerði allavega það að ég notaði mest allan tíman til að svara fyrstu spurningunni, löggjöfin um tilraunadýr, sem ég kunni mjög vel. En ég vissi að ef ég ætlaði að ná prófinu yrði ég að minnsta kosti að skrifa eitthvað svar við hinni spurningunni..... en ég skildi bara ekkert spurninguna og fór alveg í kleinu og skrifaði bara eitthvað bland í poka úr hinum og þessum löggjöfum.
Þetta átti að vera mitt allra síðasta skriflega próf - EVER - en við verðum víst að sjá til hvort ég þurfi ekki að taka það aftur.

Næst á dagskrá:
Munnlegt próf í fuglasjúkdómum á morgun. Vei vei. Fátt er skemmtilegra en að skera upp hálfmyglaðan kjúkling.... það er eitthvað svo jólalegt!

-

fimmtudagur, desember 16, 2004

ÚFF ÚFF ojojoj.... ekki skemmtilegt að læra fyrir próf.
Vissir þú að latneska heitið fyrir mús er "mus musculus" ?!

Jæja góðu fréttirnar eru allavega þær að mamma & pabbi flytja til Danmerkur haustið 2005 og verða í 1 ár - JIBBÍ
Þau fá nefnilega orlof og ætla að verða námsmenn í Köben alveg eins og ég..

-
Oj bara....
Eins gott að ég ákvað ekki að verða lögfræðingur. Ég er að fara í réttarlæknisfræði próf á föstudaginn og OJ BARA hvað það er leiðinlegt!
Endalaus lög og skilgreiningar um þetta hitt sem er aldeilis óáhugavert og er ómögulegt að læra utanað. Jú ok dýraverndunarlögin eru svo sem áhugaverð...en restin....ullabjakk.

Ohhh...ég sit á bókasafninu... og það er eitthvað par sem stendur hérna rétt hjá og er að KYSSAST! Uss og svei. Það ætti að banna ástfangið fólk.... allavega svona á almannafæri.... allavega þegar maður er sjálfur einhleypur... eða allavega HÆTTIÐI BARA AÐ KYSSAST!!!

ÚLLALLA!! Þarna er hann Philip, mesta "hönkið" í dýralækningum.... Úff ég roðna alltaf og byrja að stama ef hann segir hæ við mig. Best að forða mér áður við náum augnsambandi.

bless

-

miðvikudagur, desember 15, 2004

Já ég gleymdi alveg að segja hvernig gekk í Frisørskolen. Það var bara fínt, sumir komu reyndar út með alveg fáránlegar strípur, en ég var sem betur fer heppin og fékk píu sem kunni sitt fag.

-

mánudagur, desember 06, 2004

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar...... ég verð nú samt að viðurkenna að ég hafi kannski aðeins verið að ýkja þegar ég sagðist vera orðinn útlærður dýralæknir. Jú það er reyndar alveg rétt að ég er búin að taka alla spítalakúrsana, og núna í janúar tek ég öll spítalaprófin, bæði í húsdýrum og gæludýrum. Og eftir að ég er búin að taka þessi próf má ég tæknilega séð alveg vinna sem dýralæknir, allavega í Svíþjóð og jafnvel líka á Íslandi. EEEEEN.... ég er því miður ekki búin að klára allt námið fyrr en eftir heilt ár, þeas. janúar 2006. ÚFF, já ég veit ekki alveg hvað ég verð að slugsast. En semsagt, ég á eftir að skrifa lokaverkefni, og eitthvað hópverkefni, taka sláturhúsakúrsus og svo tvo aðra kúrsa.

En þið megið alveg líta á mig sem dýralækni eftir janúar... ef ég næ öllum prófunum.

Jæja góða nótt og sofið rótt zzzzzzzzzzz

-
Helga Margrét var í heimsókn núna um helgina og setti aldeilis líf í tuskurnar. Ásamt Rósu og fleiri gellum skemmtum við okkur konunglega eins og stelpum er einum lagið, og gerðum ýmsar mikilvægar uppgötvanir. M.a. þá að karlmenn og titrarar eru óþarfir.... því heitasta "thingið" í dag er HAUSKLÓRAN!! Stórkostleg uppfinning þrátt fyrir einfaldleika sinn.

Á morgun erum við Rósa á leiðinni í Frisørskolen. SPENNÓ!! Kem vonandi ekki út með drengjakoll og bláar og bleikar strípur. Kemur allt í ljós.

-

miðvikudagur, desember 01, 2004

Ég var að hjálpa Rósu og Anders að flytja í gær.... úr melluhverfinu á Istedgade - á frábærasta stað í Köben: NYHAVN!! Í gegnum einhver ótrúleg sambönd tókst þeim að redda sér þessarri frábæru íbúð á tveimur hæðum, með útsýni yfir bæjarlífið í nyhavn. Alveg yndislegt.
Það voru uþb. 15 strákar mættir á staðinn til að hjálpa með að flytja, en við Rósa og Ida fengum erfiðasta verkefnið: að panta og sækja pizzurnar. ÚFF það var erfitt .... hehe.

Jæja, nú er ég á leiðinni í jóla-stelpu-partý-hygge heima hjá Huldu, jibbí jei....ætla að drekka mig fulla í jólaglöggi!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter