<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 29, 2004

Ég fékk hvorki kerti né spil, en engu að síður margar fallegar gjafir og þá aðallega bækur sem er auðvitað sígild gjöf.
Er svona um það bil að jafna mig eftir allt hangikjötsátið.... og nú væri ég alveg til í smá meir, og grænar baunir mmmm.

Var í "sleepover" hjá Maju á Mímisveginum í nótt, ásamt Guðrúnu Ögmunds og Sólrúnu. Það var ofsa gaman, alveg nauðsynlegt fyrir okkur fjórar vinkonurnar að hittast svona allar í einu að minnsta kosti einu sinni á ári.

Jón Kristján bróðir gaf mér geisladiskinn Hjálmar í jólagjöf. Ágætis diskur..... og nú veit ég af hverju bangsinn hennar Öglu Bríetar litlu frænku minnar heitir Einar. Eitt lagið á disknum heitir nefnilega "Kindin Einar"!!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter