<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 25, 2005

FW: 

Ég verð bara að viðurkenna það. Ég ÞOLI EKKI "forward" póst!!!

Í tíma og ótíma er fólk að senda manni "forward" póst sem oftar en ekki inniheldur eitthvað óáhugavert bull og þetta fyllir innboxið. Einstöku sinnum er hægt að hlæja að því, en í 99% tilfella finnst mér það hafa verið tímasóun að opna það.

OK, en það pirrar mig svo sem ekkert dagsdaglega að fá þennan póst, stundum hendi ég honum bara um leið og þarmeð er það afgreitt, og stundum kíki ég á hann örsnöggt og flissa aðeins ef það er einhver góður brandari.

En það sem fer alveg ótrúlega í pirrurnar á mér er "forward" bréf eins og ég fékk í dag frá einni ágætri vinkonu minni, sem by the way aldrei skrifar mér venjulegt bréf, svo ég hef ekki hugmynd hvað hún hefur verið að gera síðastliðin 1-2 ár.
Bréfið var sem sagt eitt af þessum keðjubréfum sem eru með hótanir um eilífa ógæfu ef maður í fyrsta lagi ekki klárar að lesa bréfið, og í öðru lagi ef maður sendir það ekki áfram í 10 vini sína. Þetta bréf innihélt meira að segja dæmi um fólk sem ekki hafði lesið bréfið eða sent það áfram, og í framhaldi af því hefði annaðhvort dáið eða misst ástvini sína í umferðarslysum. Mér finnst alveg ótrúlega gróft að byrja svona keðjubréf yfir höfuð, og svo skil ég ekki hvernig fólk getur verið svona hjátrúafullt að trúa þessari vitleysu. Þegar maður svo fær þessar hótanir frá vinum sínum, er ekki laust við að maður verði frekar móðgaður út í viðkomandi, eins og sá hinn sami hafi hótað manni lífláti.

Það getur verið að þetta sé bara eitt stórt djók, sem ég bara ekki fatta. Er þá einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér?

Ég vil allavega hérmeð hvetja fólk til að taka ekki þátt í svona keðjubréfum, og í það minnsta PLEASE ekki senda mér þau!!!

-

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Det er SKIDEgodt 

Heitt og notalegt og mjúkt eins og hlýr og þröngur hanski. Getur maður óskað sér einhvers betra á köldum vetrardögum?? Tja burtséð frá því að maður verður útataður í skít frá toppi til táar, fær öðru hvoru spark í sköflunginn, halalöðrung og prump í andlitið... þá er alveg yndislega gott og skemmtilegt að grafa í beljurassa til að tékka á mögulegri óléttu.

Ég mæli eindregið með því!

-

föstudagur, nóvember 18, 2005

Hvers á fólk eins og ég að gjalda? 

Fólk sem kannski á pínu erfitt með að skipuleggja sig...
Fólk sem er kannski pínu seint að efna áramótaheitin sín...
Svona fólk eins og ég, sem er ekki búið að kaupa dagbók fyrir árið 2005 og hefur fram til þessa bara reynt að muna hvenær þetta og hitt er, og skrifað ýmislegt á post-its sem eru hengdir hér og þar um íbúðina og vilja stundum hverfa í öllu draslinu...

En betra er seint en aldrei, ekki satt??

Ég fór í bókabúðina í dag, rosalega ánægð með sjálfa mig því planið var að vera rosalega skipulögð, svo ég næði að nýta þessa síðustu 43 daga ársins sem best. En afgreiðsukonan horfði bara á mig eins og ég væri geðveik þegar ég bað um dagbók fyrir árið 2005!!

-

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Já ég veit... 


...fyrst blogga ég ekki í langan langan tíma og svo blogga ég tvisvar sama daginn. Ég á erfitt með að dreifa þessu. Mig langar bara svo að prófa að setja mynd inn á bloggið, bróðir minn var nefnilega að kenna mér það. Mér finnst tilvalið að skella bara eins og einni mynd af honum Ásbergi mínum sem er búinn að heimsækja mig 4 sinnum síðan í sumar. Hann er alveg yndislegur.

Carrie: Maybe all men are a drug. Sometimes they bring you down and sometimes, like now, they get you so high.

-

fyrir "langa löngu".... 

Fyrir sex árum síðan var ég ung og saklaus, nýbyrjuð í hinum konunglega dýralæknaskóla í Kaupmannahöfn og var ekkert smá ánægð með lífið og tilveruna. Ég var byrjuð í náminu sem mig hafði alltaf dreymt um og framtíðin var björt og falleg. Eitt sinn á ósköp venjulegum skóladegi gekk ég inn í tölvustofuna ásamt Huldu vinkonu, og þar sem við vorum að blaðra saman á íslensku vorum við ávarpaðar á okkar gullfallega móðurmáli. Við litum við og sáum vægast sagt þreytulega stúlku, með úfið hár og bauga undir augunum. Hún sagðist vera dýralæknanemi á síðasta ári, og væri í þann mund að skrifa lokaritgerðina. Við vorum forvitnar að vita meira um námið og spurðum þessa ágætu stúlku hvernig henni hefði nú líkað. Hún leit djúpt í augun á okkur og sagði alvarlegri röddu: "þetta er rosalega erfitt nám..... og verður bara erfiðara og erfiðara og erfiðara..." Meira fengum við ekki upp úr henni því hún snéri sér aftur að ritgerðarsmíðinni.

Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða síðastliðin ár, sérstaklega á erfiðum tímabilum í náminu. En samt sem áður vona ég að ég hafi aldrei verið svona bitur og neikvæð. Og jafnvel þó að ég hafi oft bitsast út af náminu, þá myndi mér aldrei detta í hug að segja nokkuð þvíumlíkt við nýbyrjaða dýralæknanema. Jú það hefur oft verið erfitt, og jú það hefur ekki verið geðslegt að fá kúamykju í andlitið og jú ég var oft að verða geðveik meðan ég skrifaði lokaritgerðina. En það hefur líka verið oft á tíðum gaman, og ég hef eignast fullt af góðum vinkonum og vinum í skólanum. Og þetta hefur allt saman verið þess virði, því nú er ég búin með ritgerðina og á bara tvö próf eftir um jólin OG ÞÁ ER ÉG ORÐIN DÝRALÆKNIR!!!

Sem sagt, ég er ennþá ung og saklaus, ánægð með lífið og tilveruna, og framtíðin blasir við mér björt og falleg með fullt af spennandi tækifærum og möguleikum.
ÉG vil hérmeð nota tækifærið og bjóða öllum sem þekkja mig í útskriftarveislu í Kaupmannahöfn, þann 28.janúar 2006. Bergrós og Davíð eru búin að kaupa flugmiða... algjört æði að eiga vini sem leggja land undir fót til að mæta í partý!!Miranda: Maybe it's time that I stop being so angry.
Carrie: Yeah, but what would you do with all your free time?

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter