<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 25, 2005

FW: 

Ég verð bara að viðurkenna það. Ég ÞOLI EKKI "forward" póst!!!

Í tíma og ótíma er fólk að senda manni "forward" póst sem oftar en ekki inniheldur eitthvað óáhugavert bull og þetta fyllir innboxið. Einstöku sinnum er hægt að hlæja að því, en í 99% tilfella finnst mér það hafa verið tímasóun að opna það.

OK, en það pirrar mig svo sem ekkert dagsdaglega að fá þennan póst, stundum hendi ég honum bara um leið og þarmeð er það afgreitt, og stundum kíki ég á hann örsnöggt og flissa aðeins ef það er einhver góður brandari.

En það sem fer alveg ótrúlega í pirrurnar á mér er "forward" bréf eins og ég fékk í dag frá einni ágætri vinkonu minni, sem by the way aldrei skrifar mér venjulegt bréf, svo ég hef ekki hugmynd hvað hún hefur verið að gera síðastliðin 1-2 ár.
Bréfið var sem sagt eitt af þessum keðjubréfum sem eru með hótanir um eilífa ógæfu ef maður í fyrsta lagi ekki klárar að lesa bréfið, og í öðru lagi ef maður sendir það ekki áfram í 10 vini sína. Þetta bréf innihélt meira að segja dæmi um fólk sem ekki hafði lesið bréfið eða sent það áfram, og í framhaldi af því hefði annaðhvort dáið eða misst ástvini sína í umferðarslysum. Mér finnst alveg ótrúlega gróft að byrja svona keðjubréf yfir höfuð, og svo skil ég ekki hvernig fólk getur verið svona hjátrúafullt að trúa þessari vitleysu. Þegar maður svo fær þessar hótanir frá vinum sínum, er ekki laust við að maður verði frekar móðgaður út í viðkomandi, eins og sá hinn sami hafi hótað manni lífláti.

Það getur verið að þetta sé bara eitt stórt djók, sem ég bara ekki fatta. Er þá einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér?

Ég vil allavega hérmeð hvetja fólk til að taka ekki þátt í svona keðjubréfum, og í það minnsta PLEASE ekki senda mér þau!!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter