<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 21, 2006

Ó MÆ GOD!!! 

Ég var að skoða bloggið hennar Hafrúnar frænku minnar, og sá þá eitthvað quiz sem hún hafði tekið þátt í. Það heitir "How will I die" og hún hafði sem sagt fengið þá niðurstöðu að hún myndi deyja 102 ára í einhverju slysi. Ég ákvað að prófa bara svona að gamni.... og hvað haldiði að ég hafi fengið??!!!

"You will die at the age of 28.
You will die by having one too many botox injections. "

Jæja, ég verð að nýta tímann vel, því ég á greinilega ekki meira en eitt ár eftir ólifað.... eða reyna að halda mig frá botoxinu!

-

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Kattafár 

Jæja þá er ég komin á okkar ástkæra sker enn á ný. Og það er kalt.... en sólin skín og fjöllin eru dásamlega falleg.

Ásberg er með hreindýrafeld á svefnherbergisgólfinu. Og hreindýrið er greinilega búið að uppgötva það að vorið sé á næsta leiti, og tími til að fella öll vetrarhárin. Það eru allavega hár út um alla íbúð!!

Ég er auðvitað komin með lausn á vandamálinu....eða kannski er ekki hægt að kalla það lausn, það er meira svona að notfæra sér aðstæðurnar. Mér finnst allavega alveg tilvalið að fá sér kött, fyrst að hárin eru hvort eð er út um allt, nokkur kattarhár til eða frá gera ástandið allavega ekki verra.

Strax daginn eftir að ég kom til landsins dreif ég Ásberg greyið út í dýrabúð, og ekki bara eina, ég held við höfum skoðað allar gæludýraverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Það var reyndar Ásberg sem vildi skoða þær allar, mér fannst ein búð alveg nóg. En hans skoðun er, að fyrst að við þurfum að fá okkur kött á heimilið, þá verður allavega kattadótið að vera fallegt og í stíl við öll húsgögnin!! Jamm....hann um það, hehe. En nú erum við semsagt komin með allt sem lítill kettlingur gæti hugsanlega haft þörf fyrir.... en engan kettling!

Og ég sem hélt að það væri yfirleitt erfitt fyrir fólk að losna við kettlinga. Nei nei. Hvert sem ég hringi, þá heyri ég sama svarið "Nei þeir eru allir farnir"! Jafnvel þó að auglýsingin hafi komið upp samdægurs.

Ég ætla að fara í Kattholt núna á eftir, og vona það besta. Það er eitthvað svo sorglegt að horfa á allt kattadótið svona tómt og ónotað...

-

þriðjudagur, apríl 11, 2006

FRÁBÆRT... 

...að sjá loksins hávaxið fólk. Var orðin þreytt á að vera risi.

...að fólk starir ekki á mig bara af því að ég er ljóshærð með blá augu.

...að ég þarf ekki að hnerra á 10 mínútna fresti vegna mengunar.

...að geta hent klósettpappírnum í klósettið.

Það er gott að vera komin heim þrátt fyrir kulda og rigningu!!

-

mánudagur, apríl 10, 2006

Hasta luego Mexico Jaeja, sídasti dagurinn minn í Mexíkó...

Veit ekki hvort ég á ad vera leid eda fegin. Ég hlakka til ad fara heim og hitta Ásberg og mommu og pabba og ykkur oll.... og ég hlakka til ad komast í hreint rúm og borda kunnuglegan mat og heyra kunnuglegt tungumál.
En ég veit ad eftir eina eda tvaer vikur á ég eftir ad sakna Mexíkó.

Thetta er búid ad vera frábaer tími og ég hef eignast góda kunningja hérna. Og spaenskan mín hefur batnad thrátt fyrir allt. Ég komst ad thví núna um helgina. Allt í einu var ég farin ad skilja margt sem fram fór og gat tekid thátt í samraedunum. Frábaer tilfinning.

Í gaer fórum vid ad klifra í sólskininu..thad var rosa gaman. Ég var samt algjor aumingi. Strákarnir voru samt ekki mikid betri, their reykja svo mikid maríuana og drekka svo mikid tequila og bjór, thannig ad their voru líka aumingjar...haha..
Dago var audvitad med, og hann skemmti sér konunglega. Ég var ekki búin ad segja ykkur ad hann er ordinn svo mikill vinur minn ad nú sefur hann alltaf fyrir utan dyrnar hjá mér. Krúttid.

Í dag fór ég til Xotchimilco, sem eru leifar af vatnagordunum hérna í Mexíkóborg. Vid Thomas keyptum okkur far med bát og sigldum um. Svolítid eins og gondólarnir í Feneyjum. Voda fyndid med Mariachi hljódfaeraleikurum á einum bát, og quesadilla-solumanni á odrum, svo gat madur bara keypt hitt og thetta medan madur sigldi um.

Jaeja nú aetla ég ad fara ad pakka.
Vid sjáumst brádum.
Kem til Íslands á fostudaginn...

-

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Rádstefna 

Fór á dýralaekna rádstefnu í dag, thad var fín pása frá spítalanum.

Var pínu hraedd um ad thad yrdi allt á spaensku, en mér til mikillar ánaegju var fyrirlesarinn frá USA!! Frábaert! Ég gat skilid allt sem hann sagdi, og thetta var mjog áhugavert. Fyrst furdadi ég mig á thví af hverju allir í kring um mig voru med vasadiskó..... En thá var thetta heyrnatól fyrir thýdinguna yfir á spaensku hahaha...
Allir vinir mínir frá spítalanum sofnudu hvert á faetur odru...og madurinn fyrir aftan mig byrjadi ad hrjóta. En ég naut thess út í ystu aesar ad heyra dýralaekna tal á tungumáli sem ég skildi.

-

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Fyllibyttur og umferdarnídingar 

Their virdast ekki laera af reynslunni thessir Mexikanar.

Fór í sídustu viku í karókí med fullt af fólki af spítalanum. Thetta var í midri viku, og flestir áttu á maeta klukkan sjo morguninn eftir. En thad var blindafyllirí og brjálad stud. Allir gripu míkrófóninn og sungu, og thess á milli donsudum vid eins og brjálaedingar. Og thad sem thau geta ekki dillad mjodmunum, thad er rosalegt ad sja thau!

Daginn eftir frétti ég ad einn af strákunum keyrdi aftan á bíl einnar stelpunnar, og hún fékk hálshnykk. Nú gengur hún um med hálskraga greyid.... en eru thau eitthvad ad spá í ad haetta ad keyra full?....NEEEI!
Á fostudaginn fórum vid aftur út, og hálskragastelpan var meira ad segja med. Thad var reyndar frekar rólegt djamm, en fólk var samt ad fá sér í glas, baedi bjór og tequila og keyra sídan á eftir. Ég bara skil thetta ekki, en thetta er víst bara mjog edlilegt hérna.

-

La Comida 


Eins og vid spyrjum alltaf útlendingana:
"How do you like Iceland??"
Thá er ég alltaf spurd hérna:
"Te gusta la comida mexicana?" - sem sagt, finnst thér mexíkanskur matur gódur?!

Og ég verd ad segja eins og er, já mér finnst mest allt af thví sem ég hef prófad mjog gott. En ég hef samt ekki nád ad prófa allt, thví Mexíkanskur matur er alveg ótrúlega fjolbreyttur, thad er sko ekki bara tortillas og enchilladas.

Morgunmaturinn minn er oft "torta de tamal", sem ég veit ekki alveg hvad er, en ég held ad thad sé búid til úr maís.

Svo fae ég mér torta, sandwich eda tacos í hádegismat.

Kvoldmatinn borda ég oft hjá konunni hérna á móti, og thá fae ég mér annadhvort "quesadilla" eda "Posole" . Posole er eins kona súpa, med einhverju sem ég get ekki alveg skilgreint hvad er.....ég hef reynt ad spyrja en thad er fátt um svor, eda thá getur fólk kannski ekki útskýrt thad.

"Mole" er ég líka búin ad prófa, reyndar bara Mole verde og ekki Mole negro.
Og svo er thad "Chicharron" sem allir eru búnir ad bída spenntir eftir ad vita hvernig mér finnist. OJ BARA!!!! Thetta er djúpsteik svínahúd, og ég vissi thad svo sem fyrir, en oj ég reyndi ad pína thad í mig, en ég gat ekki klárad.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter