<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 10, 2006

Hasta luego Mexico 



Jaeja, sídasti dagurinn minn í Mexíkó...

Veit ekki hvort ég á ad vera leid eda fegin. Ég hlakka til ad fara heim og hitta Ásberg og mommu og pabba og ykkur oll.... og ég hlakka til ad komast í hreint rúm og borda kunnuglegan mat og heyra kunnuglegt tungumál.
En ég veit ad eftir eina eda tvaer vikur á ég eftir ad sakna Mexíkó.

Thetta er búid ad vera frábaer tími og ég hef eignast góda kunningja hérna. Og spaenskan mín hefur batnad thrátt fyrir allt. Ég komst ad thví núna um helgina. Allt í einu var ég farin ad skilja margt sem fram fór og gat tekid thátt í samraedunum. Frábaer tilfinning.

Í gaer fórum vid ad klifra í sólskininu..thad var rosa gaman. Ég var samt algjor aumingi. Strákarnir voru samt ekki mikid betri, their reykja svo mikid maríuana og drekka svo mikid tequila og bjór, thannig ad their voru líka aumingjar...haha..
Dago var audvitad med, og hann skemmti sér konunglega. Ég var ekki búin ad segja ykkur ad hann er ordinn svo mikill vinur minn ad nú sefur hann alltaf fyrir utan dyrnar hjá mér. Krúttid.

Í dag fór ég til Xotchimilco, sem eru leifar af vatnagordunum hérna í Mexíkóborg. Vid Thomas keyptum okkur far med bát og sigldum um. Svolítid eins og gondólarnir í Feneyjum. Voda fyndid med Mariachi hljódfaeraleikurum á einum bát, og quesadilla-solumanni á odrum, svo gat madur bara keypt hitt og thetta medan madur sigldi um.

Jaeja nú aetla ég ad fara ad pakka.
Vid sjáumst brádum.
Kem til Íslands á fostudaginn...

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter