<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 15, 2004

Jæja loksins eru prófin búin....gekk reyndar illa í síðasta prófinu en "pyt med det" eins og maður segir á baunamáli. Ég ætla bara að njóta þess að vera komin í sumarfrí!

Nú er komin tími til að koma mér í betra form, ég get ekki notað fótbrot sem afsökun endalaust. Ég er áskrifandi að dönsku tímariti sem heitir "i form" og ég hef verið að blaða í gegnum blöðin í dag til að fá sniðug tips sem gætu kannski hjálpað mér að komast í gang. En það sem ég furða mig mest á er að ég hef lesið þessi blöð síðastliðin hva.....7-8 mánuði og ég hef bara ekkert komist í form. Hvað á það að þýða? Ég meina ég er að borga fyrir ákveðna líkamsræktarvöru og þá á hún náttúrulega að virka. Ég ætti að fá endurgreitt, í áskriftartilboðinu stóð ekkert um að það væri ekki nóg að lesa bara blöðin......maður þarf að HREYFA SIG LÍKA!! Þvílíkt og annað eins. Og ekki nóg með það, ég varð alveg stórmóðguð þegar ég las eina af greinunum. Hún fjallaði um styrktarþjálfun, og inni í greininni var m.a. test með nokkrum æfingum sem maður átti að gera og telja hversu oft maður gæti gert þær. Jæja ég gerði þær samviskusamlega rétt áðan og taldi og kíkti svo á listann yfir hversu sterk ég væri. Hnusss...styrkleiki minn er á við sextuga konu..... en svo stóð líka að ef maður væri veikburðari en ætti við manns eigin aldur, þá myndi 3ja mánaða þjálfun gera kroppinn 10 árum yngri. Jibbí þannig að ég verð orðin 50 ára í september!!

-

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ég var í fyrsta prófinu mínu í gær....af tveimur. Þannig að eiginlega get ég sagt að ég hafi verið í næstsíðasta prófinu mínu, það hljómar mikið betur.

Ég verð nú að segja að það gekk bara vonum framar. Ég gat svarað öllum spurningunum.....svona nokkurnveginn, og það held ég hafi ekki gerst í mörg ár. Ein af aðalspurningunum var um hund sem var með bráða-briskirtils-bólgu. Hundurinn hennar Huldu fékk auðvitað þennan sama sjúkdóm rétt fyrir jólin, þannig að hún var ekki í neinum vandræðum með að svara þeirri spurningu út í minnstu smáatriði. Í einni af aukaspurningunum átti að lýsa "anal-kirtlatöku" og hundurinn hennar Huldu fór einmitt í svona aðgerð fyrir nokkrum árum síðan. En mér gekk nú líka alveg ágætlega (7-9-13) þó að ég eigi ekki hund sem er með alla mögulega og ómögulega sjúkdóma.

Hestar, kindur, beljur og svín...
farðu nú að læra Freyja min....!!

-

laugardagur, júní 05, 2004

Síminn hennar Sólrúnar er víst bilaður. Hann hringir ekki svo hún þarf að nota telepatiska hæfileika (með misjöfnum árangri) til að svara. Hún tekur upp tólið öðru hverju og athugar hvort einhver sé á hinum enda línunnar......oftar en ekki heyrist bara sónn.

Síminn minn bilaði líka fyrir nokkrum dögum síðan (hef víst misst hann einum of oft í gólfið). En það var bara öfugt við Sólrúnar síma. Síminn hringdi en þegar ég tók upp tólið þá heyrði ég ekki neitt, og persónan á hinum enda línunnar heyrði bara símann hringja áfram eins og ég hefði ekki svarað. Tók mig til í gær og keypti mér nýjan síma. Ódýrasti síminn sem ég fann, silfurlitaður og pínulítill, hann heitir "petite"!! En svo setti ég hann í samband og beið....og beið......og beið og beið......enginn hringdi! Ég var farin að halda að nýi síminn væri líka bilaður, en svo hringdi mamma í mig rétt áðan og staðfesti þar með að A)síminn er ekki bilaður og B)ég á bara enga vini eða C)enginn af vinum mínum veit eða man símanúmerið mitt. Bara svo þið vitið það, heimasímanúmerið mitt er: +45 35347179

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter