<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 05, 2004

Síminn hennar Sólrúnar er víst bilaður. Hann hringir ekki svo hún þarf að nota telepatiska hæfileika (með misjöfnum árangri) til að svara. Hún tekur upp tólið öðru hverju og athugar hvort einhver sé á hinum enda línunnar......oftar en ekki heyrist bara sónn.

Síminn minn bilaði líka fyrir nokkrum dögum síðan (hef víst misst hann einum of oft í gólfið). En það var bara öfugt við Sólrúnar síma. Síminn hringdi en þegar ég tók upp tólið þá heyrði ég ekki neitt, og persónan á hinum enda línunnar heyrði bara símann hringja áfram eins og ég hefði ekki svarað. Tók mig til í gær og keypti mér nýjan síma. Ódýrasti síminn sem ég fann, silfurlitaður og pínulítill, hann heitir "petite"!! En svo setti ég hann í samband og beið....og beið......og beið og beið......enginn hringdi! Ég var farin að halda að nýi síminn væri líka bilaður, en svo hringdi mamma í mig rétt áðan og staðfesti þar með að A)síminn er ekki bilaður og B)ég á bara enga vini eða C)enginn af vinum mínum veit eða man símanúmerið mitt. Bara svo þið vitið það, heimasímanúmerið mitt er: +45 35347179

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter