<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 15, 2004

Jæja loksins eru prófin búin....gekk reyndar illa í síðasta prófinu en "pyt med det" eins og maður segir á baunamáli. Ég ætla bara að njóta þess að vera komin í sumarfrí!

Nú er komin tími til að koma mér í betra form, ég get ekki notað fótbrot sem afsökun endalaust. Ég er áskrifandi að dönsku tímariti sem heitir "i form" og ég hef verið að blaða í gegnum blöðin í dag til að fá sniðug tips sem gætu kannski hjálpað mér að komast í gang. En það sem ég furða mig mest á er að ég hef lesið þessi blöð síðastliðin hva.....7-8 mánuði og ég hef bara ekkert komist í form. Hvað á það að þýða? Ég meina ég er að borga fyrir ákveðna líkamsræktarvöru og þá á hún náttúrulega að virka. Ég ætti að fá endurgreitt, í áskriftartilboðinu stóð ekkert um að það væri ekki nóg að lesa bara blöðin......maður þarf að HREYFA SIG LÍKA!! Þvílíkt og annað eins. Og ekki nóg með það, ég varð alveg stórmóðguð þegar ég las eina af greinunum. Hún fjallaði um styrktarþjálfun, og inni í greininni var m.a. test með nokkrum æfingum sem maður átti að gera og telja hversu oft maður gæti gert þær. Jæja ég gerði þær samviskusamlega rétt áðan og taldi og kíkti svo á listann yfir hversu sterk ég væri. Hnusss...styrkleiki minn er á við sextuga konu..... en svo stóð líka að ef maður væri veikburðari en ætti við manns eigin aldur, þá myndi 3ja mánaða þjálfun gera kroppinn 10 árum yngri. Jibbí þannig að ég verð orðin 50 ára í september!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter