<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ég var í fyrsta prófinu mínu í gær....af tveimur. Þannig að eiginlega get ég sagt að ég hafi verið í næstsíðasta prófinu mínu, það hljómar mikið betur.

Ég verð nú að segja að það gekk bara vonum framar. Ég gat svarað öllum spurningunum.....svona nokkurnveginn, og það held ég hafi ekki gerst í mörg ár. Ein af aðalspurningunum var um hund sem var með bráða-briskirtils-bólgu. Hundurinn hennar Huldu fékk auðvitað þennan sama sjúkdóm rétt fyrir jólin, þannig að hún var ekki í neinum vandræðum með að svara þeirri spurningu út í minnstu smáatriði. Í einni af aukaspurningunum átti að lýsa "anal-kirtlatöku" og hundurinn hennar Huldu fór einmitt í svona aðgerð fyrir nokkrum árum síðan. En mér gekk nú líka alveg ágætlega (7-9-13) þó að ég eigi ekki hund sem er með alla mögulega og ómögulega sjúkdóma.

Hestar, kindur, beljur og svín...
farðu nú að læra Freyja min....!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter