<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 31, 2005

Nýtt ár - nú með dópi! 

Þá eru gleðileg jólin langt gengin og nýja árið nálgast óðfluga. Ég fékk marga fína pakka þrátt fyrir að kerti og spil hafi ekki verið innihald þeirra í ár. Meðal annars fékk ég þennan líka fína MP3 spilara sem stytti mér stundirnar í lestinni til og frá Jótlandi núna milli jóla og nýárs (ég var nefnilega að vinna þar). Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema það að ég hló svolítið að sjálfri mér þegar ég fattaði að ég er greinilega ekki af i-pod kynslóðinni. Ég er ekki vön að heyra tónlist sem enginn annar heyrir í kringum mig, svo ég stóð sjálfa mig að því oftar en einu sinni að vera byrjuð að syngja með....eflaust til mikillar skemmtunar fyrir aðra lestarfarþega.

Ég veit ég er alltaf að tala um það, en nú segi ég það enn og aftur: Ég er aaaaaaalveg að verða dýralæknir. Nú eru aðeins 3 dagar í stóru stundina, síðasta prófið sem er fæðingarhjálp hjá hundum, hestum, svínum, beljum, rollum, geitum og kisum. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að ná prófinu, enda kemur ekkert annað til greina, ég ÆTLA bara að klára þetta.

Ég hlakka mjög mikið til að geta kallað mig dýralækni. En þá fer ég að velta fyrir mér, er einhver hamingja fólgin í því? Jú jú auðvitað, þá fer ég loksins að gera það sem mig hefur alltaf langað til að gera, og já þá hlýtur allt að verða miklu skemmtilegra...eða hvað? Mér brá aðeins í brún þegar ég las nýlega breska rannsókn á sjálfmorðstíðni hjá mismunandi starfsstéttum. Sjálfsmorðstíðni dýralækna var 2 sinnum hærri en hjá tannlæknum, og 4 sinnum hærri en hjá fólki almennt. Skýringin? Tja, það var ekki alveg ljóst, en hugsanleg skýring var að margir dýralæknar vinna einir á stofu og verða þ.a.l. einmana! Einnig þótti líklegt að þar sem dýralæknum fyndist svo eðlilegt að aflífa dýr, og væru með lyf til aflífunar við höndina, þá væri þetta jú svo einfalt...! Hmmmm...ég verð nú að viðurkenna að mér finnst ekkert freistandi að prófa læknadópið bara af því að ég get það. Og ég hef svo sem engar áhyggjur af sjálfri mér, en það er bara svolítið spes tilhugsun að eftir 3 daga er ég orðin hluti af áhættuhópi.

Og með þessum upplífgandi upplýsingum vil ég óska ykkur öllum gleðilegs og gæfuríks komandi árs.
Ár 2006 "Here I come"


-

fimmtudagur, desember 15, 2005

Og svo spýta...! 

Úff, ég var meira stressuð í morgun, heldur en í prófinu á þriðjudaginn. Ég sat á biðstofunni hjá tannlækninum þegar ég gerði mér grein fyrir þessari staðreynd. Sem er frekar skrítið því ég var aldrei hrædd við tannlækna þegar ég var lítil. En kannski ekkert svo skrítið því ég var alltaf með fullkomnar tennur og fékk aldrei holur. En ég hef ekki verið jafn heppin með endajaxlana mína, og það hefur greinilega sett strik í reikninginn.

Ég sem hélt að allar mínar þjáningar væru yfirstaðnar þegar ég losnaði við síðasta endajaxlinn. En nei nei, nú er ég búin að vera með sýkingu í tannholdinu í hálft ár, og ég dag fékk ég lokadóminn: "Follikel-cyste"!!! Risastór, búin að stækka og stækka, og enginn tannlæknir búinn að uppgötva það fyrr en sérfræðingurinn í dag. Og ég þarf að fara í aðgerð, en Tannsi vildi ekki pína mig svona rétt fyrir jólin (hugulsamur) því það tekur víst tíma að jafna sig eftir svona. Þannig að ég mun fagna því að verða orðinn dýralæknir, með því að fara í aðgerð daginn eftir síðasta prófið í janúar JIBBÍ JEI. Og ef allt fer illa (sem það gerir auðvitað ekki en Tannsi vildi samt vara mig við) þá missi ég kannski tilfinningu í neðrivörinni varanlega. En ég ætla að biðja til Guðs á hverju kvöldi að allt fari vel, því annars verður ekki eins gaman að kyssa kærastann minn.

Var allt í einu að fatta kaldhæðnina í því að beljan sem ég fékk í prófinu á þriðjudaginn var einmitt með "follikel cyste" í öðrum eggjastokknum sínum. Tilviljun???

-

fimmtudagur, desember 01, 2005

Nýtt e-mail 

Já ég þarf víst að fara að skipta um netfang...mér finnst það samt pínu sorglegt, er búin að vera með það sama í svo mörg ár. En ég fæ nú að halda því allavega fram að áramótum, og svo kannski eitthvað lengur.

Sem sagt nýja netfangið er:

freyjakris@gmail.com

-

Feliz Navidad 


Jæja þá er 1.desember loksins kominn og þá þarf maður ekki lengur að hlusta á jólalög í laumi, nú er það sko löglegt! Annars er mest lítið að frétta af mér, ég er bara að lesa fyrir síðustu tvö prófin og það er bara svona ágætt. Það er eitthvað svo erfitt að einbeita sér þegar maður veit að það sé bara mánuður eftir af 6 ára löngu námi.

Annars, jú ég fékk bréf frá Mexíkó í dag. Þar eru allir tilbúnir til að fá mig í sjálfboðavinnu sem dýralæknir í götuhunda-"projekti". Ég er búin að kaupa flugmiða til Mexíkó, fer 8.febrúar og kem aftur 11.apríl. Gaman gaman.
Adios

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter