<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 15, 2005

Og svo spýta...! 

Úff, ég var meira stressuð í morgun, heldur en í prófinu á þriðjudaginn. Ég sat á biðstofunni hjá tannlækninum þegar ég gerði mér grein fyrir þessari staðreynd. Sem er frekar skrítið því ég var aldrei hrædd við tannlækna þegar ég var lítil. En kannski ekkert svo skrítið því ég var alltaf með fullkomnar tennur og fékk aldrei holur. En ég hef ekki verið jafn heppin með endajaxlana mína, og það hefur greinilega sett strik í reikninginn.

Ég sem hélt að allar mínar þjáningar væru yfirstaðnar þegar ég losnaði við síðasta endajaxlinn. En nei nei, nú er ég búin að vera með sýkingu í tannholdinu í hálft ár, og ég dag fékk ég lokadóminn: "Follikel-cyste"!!! Risastór, búin að stækka og stækka, og enginn tannlæknir búinn að uppgötva það fyrr en sérfræðingurinn í dag. Og ég þarf að fara í aðgerð, en Tannsi vildi ekki pína mig svona rétt fyrir jólin (hugulsamur) því það tekur víst tíma að jafna sig eftir svona. Þannig að ég mun fagna því að verða orðinn dýralæknir, með því að fara í aðgerð daginn eftir síðasta prófið í janúar JIBBÍ JEI. Og ef allt fer illa (sem það gerir auðvitað ekki en Tannsi vildi samt vara mig við) þá missi ég kannski tilfinningu í neðrivörinni varanlega. En ég ætla að biðja til Guðs á hverju kvöldi að allt fari vel, því annars verður ekki eins gaman að kyssa kærastann minn.

Var allt í einu að fatta kaldhæðnina í því að beljan sem ég fékk í prófinu á þriðjudaginn var einmitt með "follikel cyste" í öðrum eggjastokknum sínum. Tilviljun???

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter