<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 20, 2005

Emiliana Torrini.... 

... er eins og lítill feiminn engill!
Fór á tónleika með henni í gær,mmmmmm
yndislegt alveg.

-

laugardagur, mars 19, 2005

Aflakóngur...eða drottning 

Þetta átti bara að vera rólegt kvöld. Ég var nýkomin úr sjoppuferð og búin að planta mér fyrir framan sjónvarpið. Þá heyri ég geltið úr Mídasi og fer fram á gang til að heyra hvað Sara er að bralla. Þá voru hún og Charlotte á leiðinni á skólabarinn..hvort ég vildi ekki bara skella mér með?? Tjaa af hverju ekki.

Og ekki nóg með að ég færi á skólabarinn, ég var líka dregin með á einhvern annan stað eftir að skólabarinn lokaði. Velheppnað kvöld, mér tókst meira að segja að redda mér deiti nr.2!! Já ég var víst ekki búin að segja frá deiti nr.1.

Ok, deit nr 1 var síðustu helgi með, hvað eigum við að kalla hann...., jú Herra Tóna. Herra Tóni er sem sagt tónlistarmaður og tónlistarkennari, mjög skemmtilegur og áhugaverður. Við höfum ákveðið að rannsaka saman hæfileika apa til að skynja og spila tónlist. Mjög áhugavert og mjög nytsamlegt verkefni ekki satt?

Deit nr 2 er Herra Sterkur. Hann er þjálfarinn í líkamsræktarstöðinni í skólanum. Ég hitti hann á skólabarnum og hann bað mig um að kenna sér á skauta. Mér fannst ég varla geta sagt nei.

Ég var reyndar með plön um að byrja fastan dagskrárlið á blogginu mínu. Hann átti að fjalla um regluleg stefnumót með hinum ýmsu týpum sem ég fyndi á "dating.dk". Og reglan yrði sú að ég færi aðeins á eitt stefnumót með hverjum. Og svo gæti ég skrifað um það hér á blogginu. Það mætti segja að ég sé nú þegar byrjuð. En það væri nú gaman að finna líka einhvern alveg út í bláinn af netinu!!

Ég meina, í bandarískum bíómyndum er mjög eðlilegt að fara á "date" með fullt af fólki án þess að það sé einhver alvara í gangi. Má maður ekki gera það sama í skandinavíu??
En ég tek það fram, að ég er ekki að leita að kærasta. Þetta er allt saman í vísindalegum tilgangi....ehemm

-

mánudagur, mars 14, 2005

"Los padres bailar" 

Gömlu hjúin hafa lagt land og heimsálfu undir fót og eru nú stödd í Argentínu. Þau eru nefnilega með tangódelluna og hafa dansað þennan rómantíska dans í nokkur ár. En enginn getur kallað sig tangó-áhugamann með réttu, nema hafa heimsótt fæðingarborg tangós: BUONES AIRES.

Mikið finnst mér nú sætt að foreldrar mínir skuli stunda svona skemmtilegt áhugamál saman. Hmmmm....mig langar líka að kunna tangó, en ég nenni bara ekki að læra það..

(p.s. pabbi ég veit að fyrirsögnin er skrifuð vitlaust, ég er svo ryðguð í spænsku og man ekkert hvernig á að beygja allar þessar blessuðu sagnir. Þú mátt alveg leiðrétta)

-

miðvikudagur, mars 09, 2005

Úúúúúúúúú..... 

..Þetta er að verða hættulegt.
Ég veðjaði aftur í gær. Opnaði reikning á Ladbrokes.com og veðjaði 200 dkr á "Foreign Dancer" sem var að hlaupa á Wimbledon í gærkvöldi.

OG ÉG VANN!!!

Fékk upphæðina rúmlega tvöfalda aftur.
Verð nú samt að viðurkenna að þetta er ekki eins skemmtilegt þegar maður sér ekki hundana hlaupa.

Góðu fréttir dagsins: Ég fékk Nóa&Síríus páskaegg sent með póstinum frá mömmu og pabba.

Slæmu fréttir dagsins: Páskaeggið var mölbrotið...en hvað um það. Þetta bragðast jú eins þrátt fyrir allt.

-

mánudagur, mars 07, 2005

Nosey Be 

Ég uppgötvaði nýja hlið á sjálfri mér í Englandsferðinni:

LUDOMANIA

Ég hefði aldrei trúað því að það byggi lítill spilafíkill í mér. En ég fór alveg hamförum á hundaveðhlaupinu svo skólafélagar mínir urðu hálfhrædd við mig. Gæti hafa verið af því að ég spilaði með þeirra peninga.... en það borgaði sig svo sannarlega því við unnum 20 pund (hefðum reyndar unnið aðeins meir ef við hefðum ekki tapað í síðasta hlaupinu). Ástæðan fyrir velgengninni var reyndar ekki eintóm heppni, við vorum með "inside information" frá kenneleigandanum og einum greyhound-dýralækni. Eftir mörg ár í bransanum voru þeir nokkuð vissir um hver myndi vinna hvaða hlaup... en það er víst aldrei neitt öruggt, og þess vegna töpuðum við í síðasta hlaupinu.

Daginn eftir skoðuðum við veðhlaupahundana og staðinn sem þeir búa á. Þá fengum við tækifæri til að hrósa og klappa þeim hundum sem höfðu skaffað okkur pening kvöldið áður. Þeir tóku þessu nú öllu með jafnaðargeði.
Ég féll alveg fyrir "Nosey be", tveggja ára tík sem var svo kelin og forvitin. ´Fékk að vita að hún færi á "eftirlaun" eftir 2 ár.. og þá kom ég með þá yfirlýsingu að ég kæmi að sækja hana sumarið 2007 og myndi ættleiða greyið. Eigandinn tók bara vel í það, enda er það siður í Englandi að racing greyhounds séu ættleiddir í kringum 4ra ára aldurinn þegar þeir hætta að keppa.

Þetta var velheppnuð ferð með góðri blöndu af vinnu og fíflaskap. Okkur kom vel saman, sem er eins gott því við eigum eftir að vera MIKIÐ saman næsta mánuðinn. Ég geri ráð fyrir að vera mjög upptekin, þannig að ég lofa ekki bloggfærslum daglega..

Helga Margrét var í heimsókn hjá mér á laugardaginn, fram á sunnudag. Og eins og venjan er þegar Helga kemur í heimsókn, þá var ærlegt djamm og mikið stuð á laugardagskvöldið. Sem gerði það að verkum að sunnudagurinn var alveg ónýtur. Sem gerði það að verkum að ég náði ekkert að læra. Sem gerði það að verkum að ég var óundirbúin í dag. Sem þýðir að ég þarf að læra extra mikið í kvöld. Sem þýðir að ég verð að hætta þessu bulli og drífa mig að læra.

Ciao

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter