<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 19, 2005

Aflakóngur...eða drottning 

Þetta átti bara að vera rólegt kvöld. Ég var nýkomin úr sjoppuferð og búin að planta mér fyrir framan sjónvarpið. Þá heyri ég geltið úr Mídasi og fer fram á gang til að heyra hvað Sara er að bralla. Þá voru hún og Charlotte á leiðinni á skólabarinn..hvort ég vildi ekki bara skella mér með?? Tjaa af hverju ekki.

Og ekki nóg með að ég færi á skólabarinn, ég var líka dregin með á einhvern annan stað eftir að skólabarinn lokaði. Velheppnað kvöld, mér tókst meira að segja að redda mér deiti nr.2!! Já ég var víst ekki búin að segja frá deiti nr.1.

Ok, deit nr 1 var síðustu helgi með, hvað eigum við að kalla hann...., jú Herra Tóna. Herra Tóni er sem sagt tónlistarmaður og tónlistarkennari, mjög skemmtilegur og áhugaverður. Við höfum ákveðið að rannsaka saman hæfileika apa til að skynja og spila tónlist. Mjög áhugavert og mjög nytsamlegt verkefni ekki satt?

Deit nr 2 er Herra Sterkur. Hann er þjálfarinn í líkamsræktarstöðinni í skólanum. Ég hitti hann á skólabarnum og hann bað mig um að kenna sér á skauta. Mér fannst ég varla geta sagt nei.

Ég var reyndar með plön um að byrja fastan dagskrárlið á blogginu mínu. Hann átti að fjalla um regluleg stefnumót með hinum ýmsu týpum sem ég fyndi á "dating.dk". Og reglan yrði sú að ég færi aðeins á eitt stefnumót með hverjum. Og svo gæti ég skrifað um það hér á blogginu. Það mætti segja að ég sé nú þegar byrjuð. En það væri nú gaman að finna líka einhvern alveg út í bláinn af netinu!!

Ég meina, í bandarískum bíómyndum er mjög eðlilegt að fara á "date" með fullt af fólki án þess að það sé einhver alvara í gangi. Má maður ekki gera það sama í skandinavíu??
En ég tek það fram, að ég er ekki að leita að kærasta. Þetta er allt saman í vísindalegum tilgangi....ehemm

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter