<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 07, 2005

Nosey Be 

Ég uppgötvaði nýja hlið á sjálfri mér í Englandsferðinni:

LUDOMANIA

Ég hefði aldrei trúað því að það byggi lítill spilafíkill í mér. En ég fór alveg hamförum á hundaveðhlaupinu svo skólafélagar mínir urðu hálfhrædd við mig. Gæti hafa verið af því að ég spilaði með þeirra peninga.... en það borgaði sig svo sannarlega því við unnum 20 pund (hefðum reyndar unnið aðeins meir ef við hefðum ekki tapað í síðasta hlaupinu). Ástæðan fyrir velgengninni var reyndar ekki eintóm heppni, við vorum með "inside information" frá kenneleigandanum og einum greyhound-dýralækni. Eftir mörg ár í bransanum voru þeir nokkuð vissir um hver myndi vinna hvaða hlaup... en það er víst aldrei neitt öruggt, og þess vegna töpuðum við í síðasta hlaupinu.

Daginn eftir skoðuðum við veðhlaupahundana og staðinn sem þeir búa á. Þá fengum við tækifæri til að hrósa og klappa þeim hundum sem höfðu skaffað okkur pening kvöldið áður. Þeir tóku þessu nú öllu með jafnaðargeði.
Ég féll alveg fyrir "Nosey be", tveggja ára tík sem var svo kelin og forvitin. ´Fékk að vita að hún færi á "eftirlaun" eftir 2 ár.. og þá kom ég með þá yfirlýsingu að ég kæmi að sækja hana sumarið 2007 og myndi ættleiða greyið. Eigandinn tók bara vel í það, enda er það siður í Englandi að racing greyhounds séu ættleiddir í kringum 4ra ára aldurinn þegar þeir hætta að keppa.

Þetta var velheppnuð ferð með góðri blöndu af vinnu og fíflaskap. Okkur kom vel saman, sem er eins gott því við eigum eftir að vera MIKIÐ saman næsta mánuðinn. Ég geri ráð fyrir að vera mjög upptekin, þannig að ég lofa ekki bloggfærslum daglega..

Helga Margrét var í heimsókn hjá mér á laugardaginn, fram á sunnudag. Og eins og venjan er þegar Helga kemur í heimsókn, þá var ærlegt djamm og mikið stuð á laugardagskvöldið. Sem gerði það að verkum að sunnudagurinn var alveg ónýtur. Sem gerði það að verkum að ég náði ekkert að læra. Sem gerði það að verkum að ég var óundirbúin í dag. Sem þýðir að ég þarf að læra extra mikið í kvöld. Sem þýðir að ég verð að hætta þessu bulli og drífa mig að læra.

Ciao

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter