þriðjudagur, febrúar 14, 2012
South-Beach
Í stað þess fórum við í göngutúr um Miami South-Beach og gengum meðal annars framhjá Paulu Abdul, dómara í American Idol og X-Factor. En það fór lítið fyrir öðru frægu fólki í þessum göngutúr okkar sem gerði svo sem ekki mikið til.

Í gær náðum við að shoppa aðeins og svo var loksins komið hið fínasta veður og litla prinsessan fékk að fara í hið langþráða sund. Hún skríkti af ánægju og ætlaði aldrei að vilja koma upp úr. Nú er ferðin okkar um það bil að fá enn eksótískara yfirbragð því eftir örfáa klukkutíma fljúgum við til Suður-Ameríku, nánar tiltekið Ecuador. Þá fæ ég að upplifa 10 ára reunion í þessu stórkostlega landi, það verður frábært. Hasta Luego!
-