<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 14, 2012

South-Beach 

Pálmatré, sandur milli tánna og kalt hvítvínsglas var það sem tók á móti okkur við komuna til Miami, ekki amalegt það! Við vorum búin að lofa Fríðu Maríu sumari og sól og sundlaug og hún var mjög spennt yfir því að komast í sund. En greyið varð fyrir þvílíkum vonbrigðum þegar við leyfðum henni ekkert að fara í sund fyrstu tvo dagana af þremur. Sundlaugin var jú á sínum stað, en sumarið og sólin bara svona hálfvegis, og því aðeins of kalt fyrir lilluna að spóka sig á sundbolnum.


Í stað þess fórum við í göngutúr um Miami South-Beach og gengum meðal annars framhjá Paulu Abdul, dómara í American Idol og X-Factor. En það fór lítið fyrir öðru frægu fólki í þessum göngutúr okkar sem gerði svo sem ekki mikið til.



Í gær náðum við að shoppa aðeins og svo var loksins komið hið fínasta veður og litla prinsessan fékk að fara í hið langþráða sund. Hún skríkti af ánægju og ætlaði aldrei að vilja koma upp úr.

Nú er ferðin okkar um það bil að fá enn eksótískara yfirbragð því eftir örfáa klukkutíma fljúgum við til Suður-Ameríku, nánar tiltekið Ecuador. Þá fæ ég að upplifa 10 ára reunion í þessu stórkostlega landi, það verður frábært. Hasta Luego!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter