<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 28, 2007

Beint í mark! 

Uppáhalds starf dýralaekna er án ef að tæma stíflaða endaþarmskirtla í hundum og köttum. Ok það er kannski ekki alveg rétt, því þetta er frekar illa þefjandi verk, jafnvel hreint út sagt ógeðslegt (í augum margra dýraeigenda). Ég verð nú samt að segja eins og er að mér finnst þetta yfirleitt ekki svo slæmt, ég er nú ekki þekkt fyrir að vera pempía og þetta er einhvern veginn svolítið "satisfying" (ok ég er skrítin, ég veit það).

En áður en lengra er haldið ætti ég kannski að útskýra hvað endaþarmskirtlar eru, fyrir þeim sem eru að klóra sér í kollinum yfir þessu. Hundar og kettir eru sem sagt með svokallaða endaþarmskirtla ("anal glands"), svipað og skúnkar eru með til að fæla burt 'óvini'. Hundar og kettir hafa hins vegar litla þörf fyrir þessa kirtla og nota þá sárasjaldan í sama tilgangi og skúnkar. En stundum verða þessir kirtlar stíflaðir og fara ad pirra greyið dýrin, og þa fellur það í hlut okkar dýralækna að tæma.

En semsagt, ég fékk einmitt þetta frábæra verkefni í vikunni á kettinum Fred. Ég setti á mig gúmmíhanskana og nádi í vaselínið, og bað eigandann um að halda blessuðum kettinum. Svo hófst ég handa og það gekk eitthvað hægt, svo ég ákvað að líta aðeins á hvað ég væri að gera og....
....."SPLAT"..... Beint í augað!!!!

Ég reyndi að halda kúlinu, greip tissjú og hélt svo áfram. Og gat að lokum frætt eigandann um það ad hann Fred væri í raun kvenkyns.
"Nú!"... sagði eigandinn " tja, þá fær hún nafnið Freyja, í höfuðið á þér".

Ég veit ekki hvort ég eigi að vera upp með mér. Kannski eigandinn hafi verið svona miður sín yfir að ég skyldi fá þetta jukk í andlitið, og vildi reyna að gleðja mig... Hver veit haha...

Jah svona getur nú verið gaman að vera dýralæknir!

-

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Héðan og þaðan 

jamm og jæja.... hvað hef ég nú verið að bralla...?!

Ég var t.d. ekki búin að segja frá Brussel ferðinni okkar Ásbergs um daginn. Við fórum sem sagt í 3ja daga ferð, keyrðum á Krúsidúlla alla leið til Belgíu. Þar gistum við á lúxus hóteli, á 80% afslætti því þetta var um helgi!!! (Í Brussel eru virku dagarnir dýrir... öfugt við flestar aðrar borgir) Þegar á áfangastað var komið tók við súkkulaði- og vöfflu-át, rölt um borgina og skoða European Union fánana, og ekki mikið meira en það því það var ekki mikið annað að gera. En ég kvarta svo sem ekki því ég er mikill súkkulaði og vöfflu aðdáandi!
Svo fórum við í smá sumarfrí til Íslands um miðjan júní og tókum greinilega sólina með okkur. Um leið og við lentum á Íslandi braust sólin fram úr skýjunum á Klakanum, en það hófust rigningar og flóð í Bretlandi. Ég ákvað síðan að vera örlát og skilja sólina eftir handa ykkur Íslendingum og hélt aftur til Bretlands sólbrún og sæl og hitti vinnufélagana sem voru fölir og miður sín yfir því hvað sumarið í Brighton væri óvenjulega leiðinlegt.

Undanfarna daga hefur Krúsidúlli aðeins verið að kvarta. Fyrst heyrði ég undarlegt hljóð öðru hvoru þegar ég var að keyra og ég nefndi það við Ásberg að við ættum að fara með hann í skoðun/viðgerð (mér datt ekki í hug fyrir mitt litla líf að reyna að skoða vélina eitthvað sjálf því ég veit ekkert um bíla). Ásberg tók nú lítið í þetta og stakk heldur ekkert upp á því að líta á bílinn sjálfur, svo ég lét það bíða í nokkra daga. Síðastliðinn mánudag fórum við saman í verslunarleiðangur, og allt í einu byrjaði hljóðið aftur "SKO, HEYRIRÐU....ÞETTA ER HLJÓÐIÐ!!!" sagði ég. "Þetta er bara eitthvað..... hmmm veit ekki alveg, líklega ekkert alvarlegt, en við getum svo sem farið með hann í skoðun einhvern tímann fljótlega" sagði hann.
5 mínútum síðar, gaus upp ógurleg lykt!!!
Og allt í einu æpti Ásberg upp "Ó MÆ GOD VIÐ VERÐUM AÐ STOPPA NÚNA, VÉLIN ER AÐ OFHITNA"
Við stoppuðum eins fljótt og hægt var, opnuðum húddið þar sem reykur og óþefur gaus upp og breiddist um hverfið. Þegar óhætt var að taka vatnslokið af, kom á daginn að vatnstankurinn var gjörsamlega tómur (sem líklega skýrir ofhitnunina) og olíulokið var bráðnað í öllum hitanum.

Í dag fór ég svo með bílinn í læknisskoðun á sérstakt "Mini" verkstæði og sjúkdómsgreininginn er: Lekur vatnskassi og of lítið af olíu.
Þegar ég síðan játaði feimnislega að hafa hvorki tékkað vatn eða olíu á bílnum síðan ég keypti hann í janúar, rak vélvirkinn (sem er MINI fanatic) upp stór ásakandi augu.
Og ég skammaðist mín ekkert smá. Mér leið eins og ég væri einn af þessum hundaeigendum sem fengi sér hund án þess að vita hvernig ætti að hugsa almennilega um hann.

Elsku litli Krúsidúlli, hann á skilið betri eigendur en okkur Ásberg.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter