<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 28, 2007

Beint í mark! 

Uppáhalds starf dýralaekna er án ef að tæma stíflaða endaþarmskirtla í hundum og köttum. Ok það er kannski ekki alveg rétt, því þetta er frekar illa þefjandi verk, jafnvel hreint út sagt ógeðslegt (í augum margra dýraeigenda). Ég verð nú samt að segja eins og er að mér finnst þetta yfirleitt ekki svo slæmt, ég er nú ekki þekkt fyrir að vera pempía og þetta er einhvern veginn svolítið "satisfying" (ok ég er skrítin, ég veit það).

En áður en lengra er haldið ætti ég kannski að útskýra hvað endaþarmskirtlar eru, fyrir þeim sem eru að klóra sér í kollinum yfir þessu. Hundar og kettir eru sem sagt með svokallaða endaþarmskirtla ("anal glands"), svipað og skúnkar eru með til að fæla burt 'óvini'. Hundar og kettir hafa hins vegar litla þörf fyrir þessa kirtla og nota þá sárasjaldan í sama tilgangi og skúnkar. En stundum verða þessir kirtlar stíflaðir og fara ad pirra greyið dýrin, og þa fellur það í hlut okkar dýralækna að tæma.

En semsagt, ég fékk einmitt þetta frábæra verkefni í vikunni á kettinum Fred. Ég setti á mig gúmmíhanskana og nádi í vaselínið, og bað eigandann um að halda blessuðum kettinum. Svo hófst ég handa og það gekk eitthvað hægt, svo ég ákvað að líta aðeins á hvað ég væri að gera og....
....."SPLAT"..... Beint í augað!!!!

Ég reyndi að halda kúlinu, greip tissjú og hélt svo áfram. Og gat að lokum frætt eigandann um það ad hann Fred væri í raun kvenkyns.
"Nú!"... sagði eigandinn " tja, þá fær hún nafnið Freyja, í höfuðið á þér".

Ég veit ekki hvort ég eigi að vera upp með mér. Kannski eigandinn hafi verið svona miður sín yfir að ég skyldi fá þetta jukk í andlitið, og vildi reyna að gleðja mig... Hver veit haha...

Jah svona getur nú verið gaman að vera dýralæknir!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter