<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Fiskur nr.4 og 5 og 6 og 7 osfrv....... 

Ok nú er ég búin að lofa einhverri rosa fiskasögu, og búin að magna upp spenninginn með því að segja ekki frá í margar vikur... Satt best að segja þá er ég eiginlega búin að gleyma hvað var svona fyndið við þessa sögu. En hún er Löööööööönng

En sem sagt, Anna vinkona mín sem einnig er einhleyp, stakk upp á því að við prófuðum svolítið sem heitir "Running dinner". Hún bryddaði upp á þessu yfir rauðvínsglasi, og þá er auðvitað allt voðalega sniðugt. Við fórum auðvitað med det samme á netið og skráðum okkur flissandi í þennan hlaupandi kvöldverð.

Um það bil viku síðar fékk ég tölvupóst með nafni á strák og símanúmerið hans, og skilaboð um það að við ættum að búa til eftirrétt saman næstkomandi laugardag. Engar aðrar upplýsingar. Ég hringdi í gaurinn og hann hljómaði bara ágætlega í símann, nýútskrifaður verkfræðingur sem uppveðraðist allur þegar hann heyrði að ég væri íslensk. Hann á sem sagt íslenska vinkonu og hefur oft farið í heimsókn til Íslands og er heillaður af landi og þjóð og bla bla bla.. Eins og ég viti ekki að Ísland sé ógislega kúl og fallegt og æðislegt og íslendingar náttlega frábærir og ógislega skemmtilegir!!

Jæja, hann heimtaði að við myndum hittast snemma á laugardeginum svo við hefðum góðan tíma til að versla og elda og kynnast. Jú jú ok fine by me.

Ehem svo vaknaði ég um hádegi á laugardag, ógeðslega þunn og mygluð og íbúðin alveg í rúst. Drífa sig í sturtu tam ta tam og reyna að taka aðeins til. Ding dong! Svo var hann mættur á svæðið...með blóm og alles. "Nei sko, en falleg blóm, takk takk. En ég á því miður engan blómavasa." "Áttu engan blómavasa, hvað meinarðu? Hvað gerirðu við öll blómin sem þú færð frá aðdáendunum?" "öhhhhhhh..mmmmm..." Hverju átti ég eiginlega að svara!

Hann var með mjög ákveðnar hugmyndir um það hvað við ættum að búa til, sem hefði svo sem verið allt í lagi... ef ekki hefði verið um eftirrétt að ræða!! Ég meina desertar og allt sem er sætt og seyðandi eru "my speciality" og hvað þykist einhver strákur ætla að gera betur en ég í þeim efnum, ég bara spyr? Og svo segist hann vera súkkulaði fíkill, KOMMON ertu hommi eða hvað? Það eru ákveðnir hlutir sem ég tel eiga mikilvægan þátt í kvenleika mínum, og það er súkkulaðifíkn og bakstur.
En ég nennti ekki að mótmæla karlgreyinu, var hvort eð er að drepast úr þynnku og varð að koma við á McDonalds eftir verslunarleiðangurinn. Meðan hann mallaði eftirréttinn sat ég og tróð í mig BigMac, frönskum og sjeik, og spurði hann síðan öðru hvoru um daginn og veginn með fullan munninn. Ótrúlega sexí.

Kl.18:00 vorum við síðan mætt (eftir dágóðan hjólatúr) í íbúð á Nørrebro, þar sem annað par hafði undirbúið forrétt. Svo komu 2 önnur pör svo við vorum átta í allt. Stemningin var pínu spes, enginn þekkti neinn og við áttum aðeins eitt sameiginlegt: Við vorum öll single. Við fórum að leika okkur að því að giska á hvað hver og einn gerði og hversu gamall hann/hún væri. Þetta var ágætis afþreying, svo lengi sem maður sagði alltaf aðeins yngra en maður héldi um konurnar. Þarna voru 4 karlmenn. Hr.Desert (deitið mitt), Hr.BlueEyes (sætur og sjálfsöruggur strákur, en minni en ég), Hr.Schwarzenegger(sem er horaður og ekkert líkur Arnold, ég kem nánar að honum síðar í sögunni) og Hr.Glataður. Hr.Glataður er , 33 ára, sköllóttur með bumbu, selur vatnshreinsisíur. Hann hefur prófað Running Dinner 8 sinnum áður. Honum finnst það skemmtilegra en að fara á djammið. Ekkert glatað við það svo sem...en þegar ég hitti hann aftur síðar um kvöldið fannst mér hann mjög glataður.

Stopúrið tikkaði, og brátt var tími til kominn að halda áfram á næsta stað, þar sem við hittum 3 ný pör og borðuðum með þeim aðalrétt. Þar voru Hr.Tileygður, Hr.Hrokafullur og Hr.Dúlla. Samræðurnar voru hressilegar, sumir töluðu meira en aðrir, og ég var sem ávallt yngst á svæðinu. Reyndar giskaði ein stelpan á að ég væri 29 ára gömul, og það var eftir að hún var búin að viðurkenna að hún giskaði á aldur fólks eftir hrukkunum, og það klikkaði aldrei!! Já takk takk.

Síðasti staðurinn var heima hjá mér og Hr.Desert bauð upp á hvítt súkkulaðimúss og einhverjar svaka fancy smákökur. Ummmm þetta bragðast ekkert smá vel, hann hlýtur að vera hommi. Þarna voru auk þriggja stúlkna, Hr.BrosandiDvergur, Hr.Lúði og Hr.Maraþonhlaupari.

Jæja nú var fólk komið ágætlega í glas eftir drykkju á þremur mismunandi stöðum. Þá lá leiðin á skemmtistað í borginni sem var frátekinn fyrir alla 300 þátttakendurna í Running dinner þetta kvöldið.
Kvöldið áður hafði ég verið í partýi þar sem ég reyndi við tvo stráka, sem ég síðar komst að að væru á föstu.. svo ég hugsaði mér gott til glóðarinnar: 150 strákar, samankomnir á einum stað, og ALLIR á lausu!!

En ég varð fyrir vonbrigðum. Tónlistin var ömurleg, biðröðin á klósettið endalaus, strákarnir flestallir hallærislegir, og þeir sem litu ágætlega út stóðu með töffarasvip upp við vegginn og spiluðu hard to get. Hr.Desert elti mig út um allt og vildi endilega sýna mér salsataktana sína. Hr.Glataður kom og var bara með stæla og hroka við mig og vinkonu mína og ýtti við henni eins og algjör lúser sem kann ekki einu sinni eina lélega pickup línu og verður þess vegna að hrinda stelpum til þess að ná athygli þeirra. Ekki skrítið að þessi gæi geti ekki náð sér í stelpur.

Hr.Schwarzenegger vildi endilega dansa við mig og ég lét til leiðast. Hann dansaði eins og brjálæðingur með geðveikisglampa í augunum og glott á vörunum, og á 4 takta fresti setti hann andlit sitt alveg ofan í mitt...sem var frekar óþægilegt. Ég var komin með alveg nóg eftir einn dans og afsakaði mig með því að ég væri á leiðinni heim. Þá faðmaði hann mig og skyndilega var ég löðrandi í ókunnugs manns svita. Það kom upp í mér einhver ógeðistilfinning en ég reyndi að hylma yfir það með því að brosa og þakka fyrir mig og kveðja. Og þá kom það:
"Viltu ekki hitta mig einhvern tíman yfir kaffibolla?"
Ég leit á hann, blindfullan, sveittan, með heimskulegt bros og ég minntist þess hversu einfaldur og óspennandi hann var við samræðurnar í forréttinum.
"Ég er mjög upp með mér, en ég held ég verði að segja nei takk. Takk fyrir í kvöld og skemmtu þér vel" sagði ég og bjóst til þess að fara.
"Af hverju viltu ekki fara út með mér?"
Vá þessu átti ég ekki von á, úff úff úff, hvað gera bændur þá... það má ekkert spurja svona... æjæjæj...hmmmmmmmm.....
"hmmm af því...af því að þú ert ekki mín týpa..."
ó nei ó nei þetta var deffinettlí ekki réttu viðbrögðin.
"Hvað meinarðu, ekki þín týpa, hva er ég ekki nógu sætur HA HA, eða er ég kannski ekki nógu massaður HA, þú vilt kannski bara svona Schwarzenegger týpur??"
Oh Freyja af hverju ertu alltaf að koma þér í svona klípur.
"Ehmmmm nei nei ég held þú sért að misskilja. Ég bara...æi ég þarf eiginlega að fara heim."
Eftir langa ræðu um það hvað ég vildi bara fara á deit með strákum sem væru eins og Arnold, þá ákvað hann loksins að sleppa mér en kvaddi mig að sjálfsögðu með innilegu faðmlagi... YAKK og ég sem var aðeins farin að þorna eftir síðasta faðmlag.

Svo kvaddi ég Hr.Desert og hann spurði hvort við ættum ekki að borða brunch saman daginn eftir. Ég sagðist bara vilja vera ein með sjálfri mér og góðri bók, ætlaði bara algjörlega að slappa af. Þá sagðist hann verða allavega að koma við, því hann hefði skilið bakpokann sinn eftir heima hjá mér. Já já, gott og vel og takk fyrir í kvöld.

Daginn eftir kom Hr.Desert, fór úr skónum og óð inn í íbúð. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ég hélt hann ætlaði bara að sækja bakpokann.
"Jæja, eigum við ekki að hittast eitthvað aftur?"
"Ha, sko.... mér finnst þú voða fínn strákur og það var mjög auðvelt og skemmtilegt að tala við þig í gær. En ég fór eiginlega bara í þetta Running Dinner upp á djókið, vildi bara sjá hvað þetta væri. Er sko ekkert að leita mér að kærasta og ég nenni eiginlega ekkert að fara á deit, vil bara nota frítímann í að hitta vini mína og...."
Ég fékk bara munnræpu, vissi ekkert hvað ég átti að segja.
"Þú þarft nú ekkert að líta á það sem deit við getum bara gert eitthvað skemmtilegt saman, og þú getur tekið vini þína með".
"Já neeeeii, veistu ég bara held ekki..."
"Jæja" sagði hann og fór að klæða sig í skóna. "En ég er ekki týpan sem tek NEI sem gott og gilt svar, svo þú átt eftir að heyra frá mér aftur".
"Ha, hva.... já nei nei ég er að meina það sem ég segi, ég held við ættum ekkert að vera að hittast"
Hr.Desert glotti bara og sagði svo á leiðinni út "Við sjáumst!"
"Við sjáumst....úps nei ég meina, ekki, æi...bless" Helvítis ósjálfráð viðbrögð, ég segi alltaf við sjáumst þegar aðrir segja við sjáumst, en ég vil ekkert sjá hann aftur!!

Viku síðar fékk ég handskrifað bréf í póstinum frá Hr.Desert með svaka lofræðu og að þetta væri bara meant to be og ég veit ekki hvað og hvað.
FREAK
Hvað á maður eftir ef það nægir ekki einu sinni að segja kurteislega NEI?!
Annað hvort þurfa þeir svör við því af hverju maður segir nei, eða þá verða þeir bara ennþá ákafari, eins og maður sé eitthvað forbidden fruit eða eitthvað álíka.

NEI þýðir NEI!
og nú er ég komin með nóg af þessari fiskavitleysu!!!

-

mánudagur, júlí 18, 2005

Gaman gaman 

Jæja, þá er ég komin aftur á Bókhlöðuna, eftir viku frí..

ÚFF minnið mig á einhvern tímann í framtíðinni, að ég ætli ekki í doktorsnám. Það er svo hundleiðinlegt að sitja fyrir framan tölvu og reyna að skrifa eitthvað gáfulegt. Mér finnst miklu skemmtilegra að skrifa bara einhverja vitleysu eins og blogg og svoleiðis!!

En hvað er ég búin að gera:
-ganga á Helgafell
-fara í Landmannalaugar
-puttaferðalag í Skaftafell og heim aftur
-innflutningspartý í Reykjavík
-Gæsapartý sumarbústað í Varmahlíð

allt þetta á einni viku!! Þannig að nú ætti ég að vera búin að skemmta mér nóg og vera tilbúin til að sitja á mínum flata rassi og hripa eitthvað niður um Kalíum göng...OHhhhh

Já og fiska-sagan...hún verður að bíða betri tíma ;)

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter