<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 30, 2005

Æðislegar vinkonur 

Mér finnst alveg meiriháttar að hafa loksins tíma til að hitta vinkonur mínar hérna á Íslandi. Sólrúnu, Guðrúnu og Maríu hef ég auðvitað þekkt næstum því síðan ég man eftir mér. Þess vegna eru alltaf gleðifundir þegar við getum hisst allar fjórar þegar ég er á landinu. Þá verður allt eins og í gamla daga og við látum eins og smástelpur.

Um daginn þegar við vorum í mat heima hjá Maju, var aðalumræðuefnið, kærasta-vandamál og kærasta-leysis-vandamál. Þegar umræðan stóð sem hæst hrökk allt í einu upp úr Sólrúnu:
"Stelpur! Við erum allar svo misheppnaðar eitthvað.."

Mér finnst nú ekkert geta verið meira fjarri sönnu, svo ég sprakk náttúrulega úr hlátri. Ekki síst af því að Sólrún greyið var svo innilega að meina það sem hún sagði.

Jæja en þrátt fyrir að við séum svona "misheppnaðar" þá höfum við allavega hvor aðra!

-

þriðjudagur, júní 28, 2005

Very Important Person 

Ekki man ég eftir svona VIP-röðum frá hápunkti míns djammferils á Íslandi.
Ok ok enda var það sumarið ´97 og kannski engin furða að ýmislegt hafi breyst síðan þá. En ég er semsagt komin til Íslands og hef stundað næturlífið grimmt alla helgina. Og ég verð nú bara að segja eins og er, að það er frekar "skettlegt" að fara svona út á lífið hér á Fróni. En ég er alveg búin að komast að því að ef svona óbreyttur borgari eins og ég ætlar ekki að standa í biðröð alla nóttina, þá er ekki um annað að ræða en að fara snemma úr partýinu og drífa sig niður í bæ.

Já ef ég ætti að setja eitthvað út á næturlífið hérna, þá eru það þessar VIP-raðir. Þær eru frekar asnalegar í svo litlu samfélagi og hér á Íslandi. Allavega svo lengi sem ég er ekki VIP...

Annars var ég alveg búin að trassa Fiskasögurnar mínar. Og það er ekki af því að ekkert hafi gerst, það er allavega ein saga í viðbót sem mig langar að segja frá... sem gerði það að verkum að ég fékk algjörlega nóg af fiskum og furðufuglum og íhugaði að segja upp veiðileifinu.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter