<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 27, 2004

Í dag eru nákvæmlega 3 vikur síðan ég losnaði við gifsið....
Það er auðvitað frábært að vera frjáls og geta farið almennilega í bað...en..... ég er samt svolítið óþolinmóð. Ökklinn er ennþá bólginn og ég get ekki hlaupið og get ekki gengið mjög langt. Ég vil fara að HREYFA MIG!! En þetta er nú allt að koma, hægt og hægt, ég verð bara að bíða róleg og þjálfa mig hægt og rólega upp í form.

Nú er ég að læra fyrir próf, fer í smádýrapróf 7.júní og stórdýrapróf 11.júní. Ég er komin með ógeð á að lesa um beljur og svín, svo ég er farin að einbeita mér aðallega að hundum og köttum. Greyið Míó litli er mitt eigið persónulega tilraunadýr. Ég get notað hann til að testa ýmis taugaviðbrögð, svo þukla ég á honum öll bein og vöðva og sinar. Það "versta" er bara að það er ekkert svo mikið að honum. Hundar vinkvenna minna eru alltaf með einhverja sjúkdóma sem þær síðan læra allt um og muna alltaf. Það er auðveldara að muna sjúkdómana þegar maður getur tengt það við ákveðna sjúklinga. En jú Míó er með "lausa hnéskel" á vinstra hné. Týpískur sjúkdómur sem litlir hundar fá. Ég veit það af því að ég hef 3svar séð hann úti að hlaupa og hnéskelin læstist allt í einu og Míó hljóp bara á 3 fótum í svolítinn tíma. Svo lagaðist það bara að sjálfu sér. Þetta er greinilega bara á vægu stigi hjá honum, svo hann þarf ekki að fara í aðgerð. En það sem pirrar mig er að ég get ekki fundið það þegar ég þukla á hnéinu. Samkvæmt bókinni minni á ég að geta ýtt hnéskelinni til hliðar til að staðfesta sjúkdóminn..... EN ÉG GET ÞAÐ EKKI!! ég verð örugglega aldrei dýralæknir. :-(


-

sunnudagur, maí 02, 2004

Bara 5 dagar þangað til ég losna við gipsið....jibbbííí...
Ég var víst orðin aðeins of góð með mig og hélt ég gæti gert hvað sem væri þrátt fyrir gipsið, þannig að ég keypti mér miða á stærsta ball skólans sem var haldið síðastliðinn föstudag. Vá það var allt of langt um liðið síðan ég hafði hitt alla skólafélagana og skemmt mér svona vel. Ég datt vel í það og byrjaði bara að dansa eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo tók ég allt í einu eftir því að gipsið var brotið.....en ég lét það auðvitað ekki aftra mér....svo ég hélt bara áfram að dansa.
Í gær klöngraðist ég svo í þynnkunni út á slysó og lét laga gipsið. Mér tókst næstum því að sannfæra hjúkkuna um að ég gæti bara losnað við gipsið á stundinni...."ja fyrst þú gast dansað á gipsinu..þá ertu nú kannski tilbúin til að fá það af" sagði hún. En læknirinn var víst ekki alveg á sama máli.
En fimm dagar eru heldur ekki svo lengi að líða......bráðum bráðum bráðum!!!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter