<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Enn önnur helgin liðin með algjöru kæruleysi, skemmtilegum uppákomum og enn meiri latín-ameríkönskum dansi. Ég fór á hálfgert ættarmót í Gautaborg (sem er í Svíþjóð ef þið skylduð ekki vita það!!). Þar býr hún Kristín móðursystir mín og var hún búin að bjóða hvorki meira né minna en 3 frænkum í heimsókn, mér fra Köben, Aldísi Rún frá Herrljunga og Jónu Finndísi frá Lundi. Við héldum upp á afmælið hennar Jónu Finndísar á föstudaginn og fórum í tilefni þess í 2ja tíma salsakennslu um borð í bát. Það var svaka fjör. Á laugardeginum eyddum við mörgum klukkutímum í Universeum, skemmtilegu safni sem m.a. er með pínulítinn gervi regnskóg með lifandi dýrum. Ég fékk svolitla heimþrá og saknaði allra apa-barnanna minna og ekki má gleyma letidýrinu Goblin........ those were the days... En jæja, við vorum ennþá í dansstuði á laugardagskvöldið. Kristín var með einkakennslu í Tangó í stofunni heima með vafasömum árangri útaf þrengslum og flissi. Það endaði með því að við horfðum bara á atvinnudansara sýna réttu sporin á vídeóspólum. Eftir útsýnistúra, bíltúra og útúrdúra á sunnudeginum var komið að kveðjustund og haldið heim á leið. TAKK ELSKU FRÆNKUR fyrir velheppnaða helgi!!

-

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Helgin var frábær. Dró Jón Kristján með mér á skólabarinn á föstudagskvöldið. Laugardagskvöldið fór öll fjölskyldan út að borða á mexíkönskum veitingastað, og þarnæst var förinni heitið á salsa-diskótek,.... baila baila baila og sveifla með mjöðmunum, me gusta mucho! (spænskan eitthvað farin að ryðga). Og sunnudagskvöldið var hvorki meira né minna en argentínskt tangókvöld.... pabbi kenndi mér grunnsporin. En skemmtilegast var að horfa á mömmu og pabba dansa saman, þau voru næstum jafn klár og argentínsku danskennararnir sem sýndu seinna um kvöldið!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter