<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Enn önnur helgin liðin með algjöru kæruleysi, skemmtilegum uppákomum og enn meiri latín-ameríkönskum dansi. Ég fór á hálfgert ættarmót í Gautaborg (sem er í Svíþjóð ef þið skylduð ekki vita það!!). Þar býr hún Kristín móðursystir mín og var hún búin að bjóða hvorki meira né minna en 3 frænkum í heimsókn, mér fra Köben, Aldísi Rún frá Herrljunga og Jónu Finndísi frá Lundi. Við héldum upp á afmælið hennar Jónu Finndísar á föstudaginn og fórum í tilefni þess í 2ja tíma salsakennslu um borð í bát. Það var svaka fjör. Á laugardeginum eyddum við mörgum klukkutímum í Universeum, skemmtilegu safni sem m.a. er með pínulítinn gervi regnskóg með lifandi dýrum. Ég fékk svolitla heimþrá og saknaði allra apa-barnanna minna og ekki má gleyma letidýrinu Goblin........ those were the days... En jæja, við vorum ennþá í dansstuði á laugardagskvöldið. Kristín var með einkakennslu í Tangó í stofunni heima með vafasömum árangri útaf þrengslum og flissi. Það endaði með því að við horfðum bara á atvinnudansara sýna réttu sporin á vídeóspólum. Eftir útsýnistúra, bíltúra og útúrdúra á sunnudeginum var komið að kveðjustund og haldið heim á leið. TAKK ELSKU FRÆNKUR fyrir velheppnaða helgi!!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter