<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 09, 2012

"Start spreading the news..." 


Jæja þá erum við mæðgur komnar í Stóra Eplið - borgina sem aldrei sefur. Við flugum út fyrir viku síðan og höfum skemmt okkur konunglega og notið þess að eiga gæðastundir með Fríðu frænku. Fríða María stóð sig eins og hetja í fluginu, hún var eitt sólskinsbros alla leiðina og fannst þetta greinilega toppurinn á tilverunni. Við skulum vona að þessi ánægja með flugferðir haldi áfram hjá litlu dömunni því þetta var aðeins 1.flug af 11 flugferðum sem við förum í næstu tvo mánuði!

Ferðin byrjaði auðvitað með stæl því ég steingleymdi kerrunni á stofugólfinu heima - en því var reddað um leið og við komum út. Sólrún súper-mamma, vinkona Fríðu sem er með puttann á púlsinum varðandi allt sem viðkemur börnum í New York, benti okkur á notaða kerru til sölu á Craigs list. Þessi grasgræna glæsikerra hefur reynst alveg frábærlega síðastliðna viku, fyrir utan smá óhapp á 34.stræti í gær... en það fór nú allt vel.

Við erum búnar að gera ýmislegt skemmtilegt undanfarna viku: dunda okkur í Williamsburg sem er auðvitað yndislegt hverfi, fara í superbowl partý hjá Fríðu og Tait, elda með Fríðu frænku og fara tvisvar inn á Manhattan, fyrst með lest á Union Square og svo með East River ferjunni á 34.stræti. Svo fórum við í nokkurs konar leik-center í hverfinu þar sem Fríða María gat leikið sér eins og hún vildi, og hún var alveg að missa sig, henni fannst svo gaman. Þar fór hún líka í listatíma þar sem hún málaði æðislegt hjarta í tilefni Valentínusardagsins sem er eftir nokkra daga. Ég spurði hana hvort hún ætlaði að gefa pabba hjartað eða kannski Fríðu frænku? "Nei, Tait" svaraði hún ákveðin.



Ásberg kemur í kvöld og þá hefst ferðin fyrir alvöru. Reyndar fengum við þær leiðinlegu fréttir í gær að afi Nonni, kæmist ekki í ferðina vegna veikinda. En Bjössi frændi ætlar að koma í hans stað og kemur út með ömmu Maríu á föstudaginn. Og svo er Miami næsta stopp!!











Efnisorð:


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter