<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 11, 2008

Þorskastríð nútímans 

Hmmmmm..... hef búið erlendis síðastliðin 9 ár og hef alltaf sagt með stolti að ég væri íslendingur. Og mér hefur alltaf verið tekið vel sem slíkum, hvar sem ég hef búið eða ferðast.

Núna rétt áðan voru fastakúnnar í búðinni að versla fyrir hundinn sinn, og eins og venjulega var ég með smalltalk. Var síðan næstum búin að minnast á Ísland út af einhverju sem ég var að segja, en hætti við á síðustu stundu... Mér fannst allt í einu það að vera íslendingur ekki verða mér til framdráttar.... aldrei að vita nema það hefði áhrif á viðskiptin ef það fréttist að "stelpan með fínu dýrabúðina" væri íslensk. En hvað veit ég. Kannski hafa þeir ekki horft á fréttir síðastliðna daga, og kannski er þeim bara nákvæmlega sama um þessa deilu milli Breta og Íslendinga. Bretar eru nefnilega allt öðruvísi en Íslendingar. Þeir hafa ekki sama þjóðarstolt og við. Þeim kemur bara við það sem snertir þá sjálfa beinlínis, ekki það sem snertir þjóðina alla eða ákveðna hluta þjóðarinnar.

Alveg er ég viss um að flestir Bretar hafi ekki hugmynd um hvað þorskastríðin snérust. Á þeim tíma hefur þetta haft áhrif á ákveðna bæi á Bretlandi sem lifðu á fiskveiðum við Íslands strendur. Restin af þjóðinni hefur örugglega verið slétt sama. Ok nú hljómar þetta eins og Bretar hugsi bara um eigin rass og ekki náungans, en það er ekki af því að Bretar séu eitthvað verri manneskjur en við. Þeir eru bara svo miklu fleiri, og því erfitt að finna fyrir jafn mikilli samstöðu og við gerum bara 300.000.

Ég ætla ekki að dæma neinn, og það þýðir ekki að benda og rífast á tímum sem þessum. Nú verður fólk bara að standa saman og reyna að leysa úr málunum eins og best verður á kosið. Á meðan ætla ég ekkert að flagga því að ég sé íslendingur, allavega svona næstu daga þar til BBC hefur fengið leið á að fjalla um Ísland, þá kannski tekst mér að forðast tómatakast og ávítur. Og svo fer ég kannski að ráðum Ásbergs.... hann er nefnilega búinn að banna mér að horfa á eða lesa fréttir því ég fer alltaf að gráta. En ætli þetta séu ekki óléttuhormónar að spila þarna inn í eitthvað líka.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter