<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 23, 2008

Áfram Ísland! 

Við Dimma skelltum okkur í Júróvisíon partý í gær. Þar voru saman komnir nokkrir íslendingar og öll vorum við mjög spennt yfir þessu. Ég þori alveg að viðurkenna að ég er frekar mikill eurovision aðdáandi, mér finnst æðislegt að hneykslast yfir hallærislegu atriðunum og fáránlegu búningunum. Þessi keppni er náttúrulega alveg einstakt fyrirbrigði.
En jæja, ég var nú ekki búin að kynna mér framlag Íslands mikið að fyrra bragði. Ég sá náttúrulega ekki forkeppnina heima, en ég kíkti aðeins á eitthvað vídeó á netinu. Ég verð að segja að ég var ekki mjög "impressed", og mér fannst nafnið "Eurobandið" alveg hrikalega hallærislegt. En svo þegar ég sá þau á sviðinu í gær komu þau mér alveg svakalega á óvart, auðvitað mjög eurovisionlegt lag, en á góðan hátt og þau stóðu sig alveg massavel. Flottur söngur, þau voru mjög góð saman.... svona eins og Sigga og Grétar 20 árum síðar. Ég var allavega nokkuð viss um að þau kæmust áfram eftir að ég sá þetta.
Svo þegar kom að úrslitum, voru fagnaðarlætin slík að það mætti halda að Ísland hefði unnið keppnina. Við ætluðum alveg að ganga af göflunum, og greyið Dimma litla vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hún var ekki alveg að fatta þetta Eurovision æði, og svaf mestmegnis í gegn um alla keppnina.

Það verður spennandi að sjá hvað við komumst langt á laugardaginn...

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter