<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 12, 2008

Dimmalimm... 

Jæja þá er hún komin með nafn litla skottan. Og hvað væri meira við hæfi en að heita eftir aðalsöguhetjunni í barna ævintýri, alveg eins og forveri hennar Míó litli. Dimmalimm, eða "Dimma" eins og við köllum hana oft, smellpassaði inn í fjölskylduna alveg frá fyrstu mínútu. "Nýi bróðir hennar" er reyndar kallaður Gutti Gunga þessa dagana, því hann var bara ekki jafn hugrakkur og við héldum að hann væri, og lætur þennan nýja fjölskyldumeðlim alveg ganga yfir sig. Hann er orðinn ansi laginn við að stökkva upp á næsta stól eða borð í hvert sinn sem Dimma nálgast, en svo gerðist það í fyrsta skipti í gær að hann sýndi klærnar og hvæsti í stað þess að stökkva í burtu, við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Hún verður að fara að læra að Gutti stóri bróðir ræður. Gutti kemur bara og þefar af Dimmu þegar hún er steinsofandi og það stafar enginn hætta af henni. Tátu virðist nokk sama um þessa viðbót í fjölskylduna, hún liggur og malar eftir sem áður í búrinu sínu.

Æskuvinkonur mínar þær María, Guðrún og Sólrún komu í heimsókn til mín um helgina, og við spókuðum okkur í blíðskapar veðri. Dimmalimm kom með hvert sem við fórum, og hún var mjög auðveld í meðförum því hún passar svo vel í tösku. Þar með tók nánast enginn eftir henni og við gátum smyglað henni á kaffihús og veitingastaði.


Við vorum með heljarinnar grillveislu í garðinum okkar í gær, og buðum fleiri íslendingum sem búa í Brighton. Þetta var mjög huggulegt og Dimma var alveg í essinu sínu, mjög ánægð með alla athyglina.












-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter