<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 25, 2008

Gardening for dummies... 

...er sú bók til? Ef svo er ætti ég kannski að fá mér hana.

Ég hef hingað til ekki verið þekkt fyrir að vera með græna fingur, enda ekki undarlegt þar sem ég hef aldrei búið í húsi með garði....þar til núna!! Og þvílíkur garður, hann býður upp á heilmikla möguleika og gæti verið stórglæsilegur. En síðan við fluttum inn (og áreiðanlega löngu fyrir það líka) hefur hvorki verið slegið, rakað saman lauf eða fjarlægður arfi.
Útkoman: "Total Mess"

En semsagt, síðastliðinn sunnudag, ákvað ég að ráða bót á því og skellti mér í "B&Q" og beint í garðyrkju deildina. Mér leið vægast sagt eins og ég væri á gjörsamlega rangri hillu. Þarna voru ýmsar blómategundir sem ég vissi engan vegin deili á... ég hef hingað til drepið öll blóm sem ég hef eignast, þar á meðal kaktusa. Svo voru mismunandi pottar og hrífur og gróðurnæring, og arfaeitur og ég veit ekki hvað og hvað. Mér datt í hug að ég þyrfti líklega mold, ef ég ætlaði að gróðursetja, en gafst upp þegar ég sá hvað voru til margar mismunandi tegundir af moldum!! Ég meinaða....hvernig getur mold verið annað en mold! Ég hreinlega gat ekki ákveðið mig hvort að plönturnar mínar vildu frekar vaxa í þessarri eða hinni moldinni.

Þannig að ég ákvað bara að snúa mér að því eina sem ég hafði lært í garðyrkju í hinni gömlu góðu Unglingavinnu: REITA ARFA. Svo ég keypti mér góða arfakló og hanska, og byrjaði að reita. Þetta á eftir að taka dágóðan tíma, þar sem það er nánast enginn gróður á lífi í garðinum annað en illgresi. En þolinmæði þrautir vinnur allar, og ég er handviss um að ég verð komin með draumagarð eftir nokkrar vikur.... og kannski nokkra græna fingur líka! Ég skal setja upp mynd þegar afrakstrinum er lokið.

Gleðilegt sumar

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter