<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 28, 2008

Óvenjuleg meðganga 

Ég man þegar ég var yngri þá sá ég bók, á náttborðinu hjá mömmu og pabba, með ansi merkilegan titil. Ég man því miður ekki alveg hver titillinn var nákvæmlega, en þetta vakti mikla furðu hjá mér, því bókin fjallaði um karlmann sem hélt að hann væri óléttur. Þrátt fyrir ungan aldur, þá þóttist ég nú samt nokkuð viss að þetta hlyti að vera ógerlegt. Og grunur minn var staðfestur þegar ég komst að því að bókin væri skáldskapur.
En mér fannst ég allt í einu hoppa mörg ár aftur í tímann og vera aftur orðin óviti í kynfræðslu, þegar ég las grein sem ég fann á netinu í dag. Greinin fjallar einmitt um óléttann karlmann, líklega þann fyrsta í heiminum. Mér finnst þetta einhvern veginn hlægilegt og yndislegt í senn. Ef ég hefði verið í þessu hjónabandi, hefði ég örugglega valið auðveldu lausnina og ættleidd barn. En mér finnst þau eiga heiður skilið fyrir að þora að fylgja draumum sínum, og standa af sér fordóma ættingja, vina og heilbrigðisstarfsmanna. Ég vona bara að þetta gangi vel hjá þeim og þau eignist heilbrigða dóttur í Júlí.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter