<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 31, 2008

Hrakfallabálkur 

Undanfarna daga hef ég verið alveg einstaklega mikill klaufi. Ég er alltaf að hrasa, eða reka mig í, jafnvel labba á hurðir eða veggi. Ég hef alltaf verið klaufi, en núna síðastliðna daga hefur þetta verið alveg fáránlega mikið. Bara í dag td. fyrst labbaði ég á stofuhurðina, svo rak ég mig í eldhúsborðið. Á leiðinni í vinnuna (ég var í strigaskóm) þá missteig ég mig á jafnsléttu og flaug næstum því á hausinn. Svo kom ég í vinnuna og missti bolla á tærnar á mér. Og meðan ég var að borða hádegismatinn þá beit ég mig mjög illa í tunguna. Og stuttu síðar beit ég mig AFTUR í tunguna. Og klukkan er ekki nema rétt rúmlega eitt. Hvernig ætli restin af deginum verði??

Ætli þetta sé ekki bara fjölskyldugenið, hún Bergþóra frænka mín er víst líka klaufi, og það eru að ég held fleiri í familíunni.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter