<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 08, 2008

Gutti sjónvarpsstjarna enn á ný! 

Hann Gutti karlinn nýtur sín svo sannarlega í sviðsljósinu. Á föstudaginn kom fréttastofa sjónvarpsins að taka viðtal við okkur og skoða búðina. En Gutti stal auðvitað senunni og var í essinu sínu. Það mætti nú spyrja sig hvort við værum að gera upp á milli barnanna okkar, því Gutti er orðinn hálfpartinn andlit búðarinnar, en Táta fær lítið að spjara sig. Sannleikurinn er bara sá að hún Táta litla er pínu feimin og kærir sig ekkert um að láta mynda sig eða ef það er mikið umstang í kring um hana. Hún er kannski ekki með eins mikið sjálfstraust og Gutti, en hún er alveg yndislegur köttur, ofsalega kelin, blíð og góð. Og svo kann hún líka að sækja bolta eins og hundur.

Ég sé það að sumir hafa nú þegar séð fréttirnar í kvöld. Ég var að enda við að skoða þetta sjálf á netinu. Takk fyrir kommentin.

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter