sunnudagur, júní 03, 2007
Gutti grallari
Við búum á þriðju hæð í blokk og því komast kisurnar ekkert út, en
geta samt spásserað og farið í eltingarleiki um alla íbuðina sem er
rumlega 100 fermetra stór. Við höfum alltaf passað okkur að loka
kisurnar út úr stofunni ef við opnum út á svalir.
EN....
Á föstudaginn var Ásberg á leið út í búð og kemur auga á gullfallegan
bröndóttan kött úti á bílastæði. Það er svo sem ekki í frásögur
færandi því það er nokkuð um ketti í hverfinu og allavega tveir eða
þrír aðrir kettir sem búa á fyrstu hæð blokkanna hérna og eru oft að
spóka sig um á bílastæðinu. En semsagt, Ásberg fannst hann kannast
eitthvað við köttinn sem var mjög gæfur og kom um leið og vildi láta
kela við sig. Hann lagðist strax a bakið og malaði kunnuglega. Ásberg
lagði saman tvo og tvo og fékk út að þetta væri hann Guttormur. En
það fyndna var að Ásberg hafði ekki einu sinni tekið eftir að hann
væri týndur.
Svo nú er bara stóra spurningin!!! Hvernig í ósköpunum komst hann út?!
Ásberg viðurkennir að hafa opnað út á svalir í morgun, en hann lokaði
dyrunum inn í stofu.... það er hinsvegar möguleiki að Gutti hafi
verið í felum í stofunni, og hafi síðan læðst út á svalir... og
stokkið niður? Hinn möguleikinn er að hann hafi komist út um eldhúsgluggann, reykskynjarinn hafði farið í gang kvöldið áður og ég opnaði gluggann aðeins meira en venjulega og gleymdi að loka aftur....
Mér finns nú eiginlega ótrúlegt að hann skuli ekki vera stórslasaður, því fallið er frekar hátt. Hann var reyndar aðeins haltur á vinstri framfæti, en kveinkaði sér ekkert og virtist hinn hressasti.
En kettir eru jú með 9 líf er það ekki?
-