<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 12, 2007

Carla... 

...er ein af næturhjúkkunum. Hún er frá Madríd, Spáni, en hefur búið í Bretlandi í nokkuð mörg ár og á breskan kærasta. Carla er alltaf ofur hress og kát, og heillar alla með smitandi brosi og krúttlegum spænskum hreim.

Ég átti frídag í dag, og hitti hana á kaffihúsi. Síðan fórum við í heimsókn til hennar í Shoreham, sem er lítill bær aðeins vestan við Brighton. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, og dekruðum við Jonathan, sem er kanínan hennar.

Skemmtilegur dagur, en á morgun tekur vinnan við á ný!

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter