<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 26, 2007

Afmælishelgi 

Já, afmælið mitt var semsagt sídastliðinn föstudag, og ég bakaði köku ì tilefni dagsins og fór með í vinnuna. Kakan var skreytt og löguð eins og kisuandlit og vakti það mikla lukku. Svo fékk ég afmæliskort með afmæliskveðju frá öllu starfsfólkinu. Eftir vinnu fórum við Ásberg út að borða á mjög fínan veitingastað og borðuðum rosalega góðan mat. Namminamm.

Daginn eftir var ég aftur að vinna og Sif vinkona mìn og dýralæknir á Íslandi kom í heimsókn til að sjá vinnustaðinn minn. Hún var á ferðinni af því ad hún var á dýrasálfræðingsnámskeiði hérna í UK.

Um kvöldið héldum við Ásberg svo housewarming og buðum auðvitað Sif og svo komu líka Greg og Gavin dýralæknar og Michelle hjúkka og Cathrine vinkona Gavins. Það var svaka stuð og við drukkum allt of mikið, eða allavega allt of margar tegundir af víni. Seinna um nóttina fórum við á local pöbbinn sem kærastinn hans Greg á. En svo var klukkan orð in svo margt og við orðin ansi vel í því svo þaðvar kominn tími á að fara í hàttinn. Sif vígði nýja gestaherbergið, og það fúnkeraði bara fìnt sem slíkt held ég.

Sunnudagurinn....úff ...... var þynnkudagur...

-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter