<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Enn meiri fjölgun í fjölskyldunni!!!! 

Gutti og Táta eru orðnir myndarlegir kettir, varla hægt að kalla þau kettlinga lengur.
En fyrir uþb. mánuði síðan fór grá læða að venja komur sínar á Nönnugötu 8. Gutti og Táta voru nú ekkert allt of ánægð með þetta, hún lagði sig á uppáhaldsstaðina þeirra og borðaði úr matarskálunum. Ég hringdi í eigandann sem á heima bara í næstu götu, og hún sagði að hún Loppa kæmi öðru hvoru heim en henni kæmi ekki vel saman við hina læðuna hennar. Ég setti Loppu út á stétt en alltaf kom hún aftur og aftur. Ásberg rak hana yfirleitt út með látum, og hún var farin að láta sig hverfa um leið og hún sá hann. En oft tókst henni líka að láta fara lítið fyrir sér svo við tókum ekki eftir að hún væri í íbúðinni.

Í gær fór ég allt í einu að hugsa með mér: "Rosalega er hún orðin feit.... er hún í svona góðu fæði hjá mér eða.... nei Gvuuuð, hún er KASÓLÉTT!!"
Þá snarhætti ég við að reka hana út, gaf henni vel að borða, klóraði henni bak við eyrun, og bjó til bæli handa henni undir rúmi þar sem henni finnst best að vera.

Og þegar ég kom heim af næturvakt í morgun voru komnir 3 litlir kettlingar. Ég missti af öllu fjörinu en Ásberg og Gutti horfðu hugfangnir á herlegheitin um tvöleytið í nótt. Loppa er voðalega ánægð og mér finnst líka voða gaman að vera komin með lítil kríli á heimilið.


-

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Site Meter